María Ragnarsdóttir verðlaunuð

María Ragnarsdóttir tekur við verðlaununum í dag.
María Ragnarsdóttir tekur við verðlaununum í dag. Ljósmynd/ Júlíus Valsson

Dr. María Ragnarsdóttir sjúkraþjálfari hlaut silfurverðlaun á alþjóðlegri uppfinningasýningu í Istanbúl í Tyrklandi í dag. Verðlaunin hlaut hún fyrir uppfinningar sínar sem nefnast ÖHM-Andri og PA Pressure Puffin.

Annars vegar er um að ræða tæki sem mælir öndunarhreyfingar hjarta- og lungnasjúklinga, en hins vegar er um að ræða tæki sem mælir hreyfingar á milli hryggjarliða og auðveldar greiningu og meðferð við sjúkdómum í hryggsúlunni.

María lauk stúdentsprófi frá MA 1963, prófi í sjúkraþjálfun í Kaupmannahöfn 1966, uppeldis- og menntunarfræðum við HÍ 1977 og MSc-prófi í sjúkraþjálfun frá Minnesota-háskóla 1989. Hún starfaði við sjúkraþjálfun í Kaupmannahöfn í eitt ár og á Landspítala frá 1967–1977 og aftur frá 1990. Á árunum 1977-1990 var hún lektor við námsbraut í sjúkraþjálfun í læknadeild HÍ. María lauk doktorsprófi frá HÍ árið 2011 og fjallaði doktorsritgerð hennar um öndunarhreyfingamælinn ÖHM-Andra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert