Hundraðasti hælisleitandinn í ár gaf sig fram um helgina

Flóttamenn sem nýlega hafa fengið hæli á Íslandi á Keflavíkurflugvelli.
Flóttamenn sem nýlega hafa fengið hæli á Íslandi á Keflavíkurflugvelli. mbl.is/Styrmir Kári

Hundraðasti hælisleitandinn gaf sig fram við yfirvöld í fyrradag. Í janúar og febrúar komu 87 hælisleitendur til landsins, jafnmargir og fyrstu sex mánuði síðasta árs.

Þrettán einstaklingar hafa sótt um hæli það sem af er marsmánuði. Flestir hælisleitendurnir komu frá Albaníu, eða 24, en 19 komu frá Makedóníu, 17 frá Írak og 10 frá Sýrlandi svo helstu lönd séu nefnd.

Í þeirra röðum eru alls 75 karlmenn og 25 konur. Áttatíu þeirra eru 18 ára og eldri. Í barnahópnum eru að minnsta kosti þrjú fylgdarlaus börn, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert