Vilja þétta byggð um 160 íbúðir

Stakkahlíð. Þar verða byggðar íbúðir.
Stakkahlíð. Þar verða byggðar íbúðir. Teikning/A2F arkitektar ehf

Áform Reykjavíkurborgar um að þétta byggð á svonefndum Kennaraháskólareit við Stakkahlíð verða kynnt íbúum hverfisins á fundi síðdegis í dag.

Áformin gera ráð fyrir að 100 íbúðir fyrir námsmenn verði reistar og 60 íbúðir fyrir eldri borgara. Reiturinn afmarkast af Stakkahlíð í vestri, Háteigsvegi í norðri, Skipholti í austri og Bólstaðarhlíð í suðri.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Ásgeir Beinteinsson, skólastjóri Háteigsskóla, að tillögur A2F arkitekta geri ráð fyrir allt of miklu byggingamagni á reitnum. Segir hann að augljóslega hafi ekkert verið hlustað á þær athugasemdir sem gerðar voru við tillögurnar í fyrra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert