Togari verði að hóteli í Reykjavíkurhöfn

Bjartur NK-121 er vinsæll. Hann er á fimmtugsaldri.
Bjartur NK-121 er vinsæll. Hann er á fimmtugsaldri.

Hugmyndir um fljótandi hótel við Reykjavíkurhöfn hafa verið kynntar Faxaflóahöfnum en það er fyrirtækið Flostel sem bar upp erindið og vill reka hótel við gömlu höfnina.

„Þeir kynntu fyrir okkur áætlanir sínar um að festa kaup á ísfisktogaranum Bjarti NK-121, sem er í eigu Síldarvinnslunnar í dag, og breyta í fljótandi gistiheimili,“ segir Gísli Gíslason hafnarstjóri en erindi Flostel var hafnað af stjórn Faxaflóahafna, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

„Mönnum leist ekki á þá hugmynd að festa skipið við Eyjaslóð úti á Granda og málinu hafnað á þeirri forsendu. Hins vegar er ekki útilokað að það geti orðið af þessari hugmynd en þá þyrfti að finna skipinu annan stað og mér var falið að hafa samband við Flostel og ræða frekar við þá.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert