Fljótamótið að verða eitt fjölmennasta skíðagöngumót landsins

Frá Fljótamótinu í skíðagöngu á páskum 2014.
Frá Fljótamótinu í skíðagöngu á páskum 2014. Ljósmynd/Vignir

Fljótamótið, árlegt skíðagöngumót um páskahátíðina, verður haldið í Fljótum í Skagafirði á föstudaginn langa, 25. mars nk.

Hefur mótið fest sig í sessi sem einn af stærstu viðburðum í sveitinni. Þátttakan í fyrra var mjög góð en þá mættu um 90 keppendur til leiks á öllum aldri, eða frá 4 ára upp í 85 ára. Einnig kom fjöldi áhorfenda og er talið að um 250 gestir hafi verið á svæðinu.

Eins og áður fer fram hóf í mótslok í Ketilási, félagsheimilinu í Fljótum, þar sem verðlaun verða afhent og girnilegar veitingar verða í boði fyrir keppendur og gesti. Munu allir keppendur fá verðlaunapening og páskaegg að auki. Að sögn Björns Z. Ásgrímssonar, eins skipuleggjenda mótsins, er þetta orðið annað fjölmennasta skíðagöngumót landsins, næst á eftir Fossavatnsgöngunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert