Tölvuþrjótar þekkja engin landamæri

Hinir sakleysislegustu tölvu- póstar geta reynst varhugaverðir.
Hinir sakleysislegustu tölvu- póstar geta reynst varhugaverðir.

Fólk lendir í tölvuárásum á hverjum degi og veit oft ekki af því. Skaðinn getur verið með ýmsum hætti og fyllsta ástæða er til að vera meðvitaður um einstaklingsmiðaðar netárásir sem á ensku kallast spear phishing.

Þetta segir Theódór Ragnar Gíslason, ráðgjafi í tölvuöryggismálum hjá Syndis, sem er öryggisfyrirtæki á sviði tölvumála.

Það er kallað phishing eða fiskun þegar ókunnugur einstaklingur sendir tölvupóst eða hringir í fólk, gjarnan undir þeim formerkjum að bjóða upp á tiltekna þjónustu og reynir í kjölfarið að fá persónulegar upplýsingar hjá viðtakandanum sem gætu nýst fjárhagslega, að því er fram kemur í umfjöllun um þessa háttsemi tölvuþrjóta.

.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert