Köttur í sjálfheldu í Hafnarfirði

Ljósmynd/Berglind Baldursdóttir

Um klukkan sjö í kvöld sást til kattar sem kominn var í sjálfheldu í kletti úti í sjó fyrir neðan gömlu sundlaugina í Hafnarfirði. Árvökull vegfarandi hafði samband við lögreglu og Landsbjörgu sem að sögn vegfarandans munu reyna að ná kettinum í land.

Uppfært 21.20

Kötturinn er kominn heim heilu og höldnu, en blautur þó, að sögn Alexöndru Kr. Holmsted Madsen, sem er að passa köttinn fyrir nágranna sína.

„Ég veit ekki hvernig hann komst úr sjálfheldunni, ég sá hann bara hlaupa hérna inn gegnvotan. En hann virðist vera í góðu lagi.“

Ljósmynd/Berglind Baldursdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert