Ekki 110 ára leynd yfir bankaskjölum

Þingmenn mega ekkert segja opinberlega um efni skjalanna um uppgjör …
Þingmenn mega ekkert segja opinberlega um efni skjalanna um uppgjör þrotabúa bankanna eftir hrun. Þeir fá að skoða þau einn í einu. mbl.is/Styrmir Kári

Ekki ríkir 110 ára leynd yfir skjölunum um uppgjör gömlu bankanna, sem alþingismenn hafa fengið að skoða í trúnaði, eins og skilja hefur mátt af fréttum.

Um þau atriði í skjölunum þar sem er að finna upplýsingar um fjárhagsleg málefni einstaklinga gildir 80 ára trúnaðarregla samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn.

Formaður og varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, Vigdís Hauksdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson, ætla að óska eftir því við fjármálaráðuneytið að trúnaði yfir skjölunum verði aflétt, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert