Reykjavík Media á Karolina Fund

Jóhannes Kr. Kristjánsson, stofnandi Reykjavík Media.
Jóhannes Kr. Kristjánsson, stofnandi Reykjavík Media.

Fjölmiðillinn Reykjavík Media hóf söfnun á hópfjármögnunarsíðunni Karolina Fund í gærkvöldi. Markið var sett á 40 þúsund evrur, eða rúmar 5,6 milljónir íslenskra króna. Þegar er búið að safna um helmingi upphæðarinnar.

„Hjálpaðu okkar að reka frjálsan, frían fréttamiðil sem leggur áherslu á harða óháða rannsóknarblaðamennsku,“ segir á síðunni.

Frétt mbl.is: Hápunktur 10 mánaða vinnu

Fyrsta frétt miðilsins var sögð í samstarfi við Kastljós RÚV í gærkvöldi, heimildaþáttur um aflandsfélög sem íslenskir stjórnmálamenn tengjast. Um var að ræða alþjóðlega um­fjöll­un um gagnaleka sem hófst sam­tím­is á RÚV og í mörg­um er­lend­um miðlum í gærkvöldi.

Á Karolina Fund segir um Reykjavík Media: 

„Reykjavik Media er nýr fjölmiðill sem leggur stund á rannsóknablaðamennsku og segir fréttir af fólkinu í samfélaginu. Reykjavik Media er fyrir lesendur og áhorfendur en ekki sérhagsmuni og valdhafa. Við erum hér til að upplýsa þig um málefnin sem skipta máli og þau sem kafa þarf eftir og draga upp á yfirborðið.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert