Röð í ræðustól að krefjast afsagnar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var í þungum þöngum í þingsal í ...
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var í þungum þöngum í þingsal í dag.

Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna hafa komið í röðum upp í ræðustól Alþingis til að krefja Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, um að segja af sér. Sögðu Árni Páll Árnanson og Katrín Jakobsdóttir, formenn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna að eðlilegast hefði verið að Sigmundur hefði gefið skýrslu til þingisins við upphaf þingfundar í kjölfar umfjöllunar um um Panama-skjölin svokölluðu. Sigmundur er sjálfur staddur í þingsalnum,

Þingfundur átti að hefjast á óundirbúnum fyrirspurnartíma, en óskað var eftir að ræða um fundarstjórn þingsins. Hafa þingmenn stjórnarandstöðunnar síðan fjölmennt í ræðustól til að ræða um þetta mál og í flestum eða öllum ræðum kallað eftir afsögn Sigmundar sem forsætisráðherra.

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, sagðist vonsvikin yfir því að forsætisráðherra hefði ekki lýst því yfir fyrir þingfund að hann myndi segja af sér. Sagði hún að íslenska þjóðin hefði orðið til háðungar í gegnum forsætisráðherra.

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði að gaman væri að sjá hvort þingmenn

Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, í ræðustól á Alþingi í ...
Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, í ræðustól á Alþingi í dag þar sem ræða á vantrauststillögu á forsætisráðherra. mbl.is/Eggert


meirihlutans ætluðu að láta málið viðgangast eins og ekkert væri, að forsætisráðherra og ríkisstjórnin myndu sitja áfram. „Ætlum við að láta þetta viðgangast í alvöru, í alvöru,“ sagði Helgi og bætti við að á sama tíma og allra augu væru á málinu virtist forsætisráðherra ætla að reyna að sitja áfram, „segi bara nanana nana.“

Sigmundur Davíð horfir til himins í þingsalnum í dag.
Sigmundur Davíð horfir til himins í þingsalnum í dag. mbl.is/Eggert

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, sagði að það væri ekki skrítið að Íslendingar væru vonsviknir í dag. Sagði hún alvarlegan trúnaðarbrest hafa orðið milli Alþingis og þjóðarinnar.

Þingmenn hafa í röðum komið í ræðustól og sagt að Sigmundur ætti að segja af sér. Katrín sagði að Sigmundur hefði átt að reyna að sýna iðrun, en sagði svo að það gæti jafnvel verið orðið of seint eftir ummæli og framkomu Sigmundar í viðtali á hádegisfréttum Stöðvar 2 í dag.

Þegar að tæpur klukkutími var liðinn af þingfundinum áttu stjórnarliðar enn eftir að taka til máls. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa þó fjölmennt í ræðustól og eru þeir flestir á því máli að forsætisráðherra eigi að segja af sér. 

Stemningin í húsinu er rafmögnuð og augljóslega mkill hiti í stjórnarandstöðunni.

Þingmenn á vappi inn og út úr þingsal hafa lítið viljað sagt um gang mála, fyrir utan að líklega sé langur fundur í vændum.

Uppfært kl 16:11: 

Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, sagði að Sigmundur gerði sér ekki grein fyrir því sem hefði gerst. „Spilaborgin hrundi í gær,“ sagði hann og bætti við: „Virðist vera að sá sem reisti hana geri sér ekki grein fyrir því.“

Þá rifjaði Róbert upp frétt mbl.is frá því fyrr í dag þar sem rætt var við Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra. Sagði hann að þar hefði Bjarni ekki viljað gefa upp um stuðning við forsætisráðherra og að fyrst að staðan væri sú að hann gæfi ekki opinberlega upp stuðning sinn við samstarfsflokkinn, þá væri ríkisstjórnin í raun búin að vera.

Steingrímur J. Sigfússon í ræðustóli á Alþingi í dag.
Steingrímur J. Sigfússon í ræðustóli á Alþingi í dag. mbl.is/Eggert

Enginn þingmaður stjórnarinnar hefur stigið í pontu það sem af er, en Valgerður Bjarnadóttir og Róbert hafa sagt að það sé ærandi þögn stjórnarliða. Spurði Valgerður hvað þingmönnum stjórnarinnar þætti eiginlega um málið.

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, í ræðustóli á Alþingi í ...
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, í ræðustóli á Alþingi í dag. mbl.is/Eggert
mbl.is

Innlent »

Flúrað yfir ör sjálfskaða

21:00 Húðflúrarinn Tiago Forte tekur að sér að flúra yfir ör þeirra sem hafa skaðað sjálfa sig án endurgjalds. Þegar mbl.is kom við á stofunni hjá Tiago í Garðabæ var Sunna Mjöll Georgsdóttir í stólnum og lét flúra yfir fjölmörg ljót ör á framhandleggnum en sjálfsskaðinn hófst hjá henni um 15 ára aldur. Meira »

Harmar brotthvarf Sigmundar

20:39 Lilja Dögg Alfreðsdóttir, þingmaður og varaformaður Framsóknarflokksins, segist harma brotthvarf Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar úr Framsóknarflokknum. Meira »

Laxinn og hvítfiskurinn að renna saman

20:37 Stórir aðilar í laxeldi í bæði í Kanada og Noregi hafa keypt hefðbundin sjávarútvegsfyrirtæki. Þeir geta nýtt markaðsþekkingu og dreifileiðir laxins til að selja hvítfiskinn. Á sama tíma færist fisksala í auknum mæli á netið og smásalar styrkjast. Meira »

Sveinn Hjörtur segir sig úr Framsókn

20:15 Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, fyrrverandi formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur, hefur ákveðið að segja sig úr Framsóknarflokknum og frá öllum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Frá þessu sagði hann í tilkynningu sem Vísir greindi frá fyrr í kvöld. Meira »

Kosið um fjögur efstu sætin

20:14 Samfylkingin í Norðvesturkjördæmi boðar til auka kjördæmaþings eftir viku þar sem kosið verður um fjögur efstu sæti listans líkt og samþykkt var á síðasta kjördæmaþingi. Meira »

28 Íslendingar hlupu maraþon í Berlín

18:48 Stefán Guðmundsson kom fyrstur í mark af Íslendingunum 28 sem hlupu maraþon í Berlín í dag.   Meira »

Vill eldisreglu í fiskeldið

18:36 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, starfandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ætlar að stofna ráðgjafahóp um eldisreglu í fiskeldi sem byggir á sömu hugmynd og aflaregla í sjávarútvegi. Fjórir ráðherrar sátu íbúafund á Ísafirði í dag. Meira »

Löngu orðin hluti af Íslandi

18:36 Jeimmy Andrea Gutiérrez Villanueva vissi ekkert um Ísland þegar hún var spurð að því hvort hún gæti hugsað sér að fara þangað sem flóttamaður. En hún þurfti ekki að hugsa sig lengi um því aðstæður hennar voru ömurlegar og hún sá enga aðra leið en að fara í burtu. Hún hefur búið á Íslandi í 12 ár. Meira »

Ætlar ekki að ganga í annan flokk

18:32 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra, segist ekki ætla að ganga í annan flokk, heldur mynda breiðan hóp um að stofna nýja hreyfingu. Þetta sagði hann í sexfréttum RÚV þar sem hann var spurður hvort hann yrði með í Samvinnuflokknum. Meira »

Eftirsjá að fólki sem yfirgefur flokkinn

18:10 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir alltaf eftirsjá af fólki sem kýs að yfirgefa flokkinn og hefur unnið honum gott brautargengi. Meira »

„Eigum fullt erindi í þessa keppni“

17:52 „Við vorum í raun að prufukeyra landsliðið ef svo má segja,“ segir Ragnheiður Héðinsdóttir, viðskiptastjóri matvælaiðnaðar hjá Samtökum iðnaðarins, en íslenska bakaralandsliðið tók um helgina þátt í Norðurlandakeppni í bakstri í Stokkhólmi. Meira »

Línur að skýrast hjá VG

17:36 Samþykkt var einróma tillaga stjórnar kjördæmaráðs VG í Norðvesturkjördæmi í dag að stilla upp á lista flokksins í kjördæminu fyrir komandi kosningar. Meira »

Fundinum ætlað að „kveikja elda“

17:35 Þessum fundi er ætlað að kveikja elda, sagði Pétur Markan, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps og formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga, við upphaf íbúafundar á Ísafirði í dag. Á fundinum var lögð áhersla á þrjú mál: Raforkuöryggi, samgöngur og sjókvíaeldi en öll eru þau mikið í deiglunni þessa dagana. Meira »

Ekki verið yfirheyrður um helgina

16:10 Erlendur karlmaður á fertugsaldri sem grunaður er um að hafa veitt konu á fimmtugsaldri áverka á Hagamel á fimmtudagskvöld, sem leiddu til dauða hennar, hefur ekki verið yfirheyrður um helgina. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn vill ekki gefa upp hvort játning liggi fyrir í málinu. Meira »

Íslendingar í eldlínunni í Barcelona

15:49 Reykjavík er heiðursgestur á listahátíðinni La Merce sem fram fer í Barcelona nú um helgina. Hópur íslenskra listamanna er samankominn í borginni ásamt starfsmönnum menningarsviðs Reykjavíkurborgar. Meira »

Óskar Sigmundi velfarnaðar

16:12 „Það var niðurstaða fundarins að farið yrði í uppstillingu. Það var mikill meirihluti fundarmanna sem vildi það,“ segir Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, um fund kjördæmisráðs flokksins í Norðausturkjördæmi sem lauk fyrir stundu. Meira »

Vestfirðingum gæti fjölgað um 900

15:50 Yrði 25 þúsund tonna laxeldi leyft við Ísafjarðardjúp gæti það skapað 260 ný störf á um áratug og um 150 afleidd störf til viðbótar. KPMG telur að íbúaþróun myndi snúast við og áætlar að fjölga myndi um 900 manns í sveitarfélögunum við Djúp á sama tíma og bein störf ná hámarki. Meira »

Framsókn í Norðaustur stillir upp á lista

14:39 Framsóknarmenn í Norðausturkjördæmi höfnuðu rétt í þessu tillögu stjórnar um að velja frambjóðendur á lista með tvöföldu kjördæmisþingi, líkt og gert verður í Norðvesturkjördæmi, að fram kemur á vef RÚV. Ákveðið var að stilla frekar upp á lista. Meira »
Hljómsveit Antons Kröyer
Hljómsveit ANTONS KRÖYER Lifandi tónlist : dúett - tríó. V/ brúðkaup - afmæli - ...
HONDA CR-V VARAHLUTIR 1998-2001+Hyunday Tuson hedd
Á til notaða varahluti í Honda CR-V 1997-2001 td. drif toppgrind,hedd afturljós ...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Nissan Leaf útsala!
Nissan Leaf útsala! 2015 bílar, eknir milli 20 og 35 þús. Nokkrir litir. Allir m...
 
Opinn fundur
Fundir - mannfagnaðir
Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfi...
Fundarboð
Fundir - mannfagnaðir
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins ...
L helgafell 6017092019 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017092019 IV/V Mynd af ...
Framhaldssölur
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...