Röð í ræðustól að krefjast afsagnar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var í þungum þöngum í þingsal í ...
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var í þungum þöngum í þingsal í dag.

Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna hafa komið í röðum upp í ræðustól Alþingis til að krefja Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, um að segja af sér. Sögðu Árni Páll Árnanson og Katrín Jakobsdóttir, formenn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna að eðlilegast hefði verið að Sigmundur hefði gefið skýrslu til þingisins við upphaf þingfundar í kjölfar umfjöllunar um um Panama-skjölin svokölluðu. Sigmundur er sjálfur staddur í þingsalnum,

Þingfundur átti að hefjast á óundirbúnum fyrirspurnartíma, en óskað var eftir að ræða um fundarstjórn þingsins. Hafa þingmenn stjórnarandstöðunnar síðan fjölmennt í ræðustól til að ræða um þetta mál og í flestum eða öllum ræðum kallað eftir afsögn Sigmundar sem forsætisráðherra.

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, sagðist vonsvikin yfir því að forsætisráðherra hefði ekki lýst því yfir fyrir þingfund að hann myndi segja af sér. Sagði hún að íslenska þjóðin hefði orðið til háðungar í gegnum forsætisráðherra.

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði að gaman væri að sjá hvort þingmenn

Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, í ræðustól á Alþingi í ...
Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, í ræðustól á Alþingi í dag þar sem ræða á vantrauststillögu á forsætisráðherra. mbl.is/Eggert


meirihlutans ætluðu að láta málið viðgangast eins og ekkert væri, að forsætisráðherra og ríkisstjórnin myndu sitja áfram. „Ætlum við að láta þetta viðgangast í alvöru, í alvöru,“ sagði Helgi og bætti við að á sama tíma og allra augu væru á málinu virtist forsætisráðherra ætla að reyna að sitja áfram, „segi bara nanana nana.“

Sigmundur Davíð horfir til himins í þingsalnum í dag.
Sigmundur Davíð horfir til himins í þingsalnum í dag. mbl.is/Eggert

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, sagði að það væri ekki skrítið að Íslendingar væru vonsviknir í dag. Sagði hún alvarlegan trúnaðarbrest hafa orðið milli Alþingis og þjóðarinnar.

Þingmenn hafa í röðum komið í ræðustól og sagt að Sigmundur ætti að segja af sér. Katrín sagði að Sigmundur hefði átt að reyna að sýna iðrun, en sagði svo að það gæti jafnvel verið orðið of seint eftir ummæli og framkomu Sigmundar í viðtali á hádegisfréttum Stöðvar 2 í dag.

Þegar að tæpur klukkutími var liðinn af þingfundinum áttu stjórnarliðar enn eftir að taka til máls. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa þó fjölmennt í ræðustól og eru þeir flestir á því máli að forsætisráðherra eigi að segja af sér. 

Stemningin í húsinu er rafmögnuð og augljóslega mkill hiti í stjórnarandstöðunni.

Þingmenn á vappi inn og út úr þingsal hafa lítið viljað sagt um gang mála, fyrir utan að líklega sé langur fundur í vændum.

Uppfært kl 16:11: 

Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, sagði að Sigmundur gerði sér ekki grein fyrir því sem hefði gerst. „Spilaborgin hrundi í gær,“ sagði hann og bætti við: „Virðist vera að sá sem reisti hana geri sér ekki grein fyrir því.“

Þá rifjaði Róbert upp frétt mbl.is frá því fyrr í dag þar sem rætt var við Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra. Sagði hann að þar hefði Bjarni ekki viljað gefa upp um stuðning við forsætisráðherra og að fyrst að staðan væri sú að hann gæfi ekki opinberlega upp stuðning sinn við samstarfsflokkinn, þá væri ríkisstjórnin í raun búin að vera.

Steingrímur J. Sigfússon í ræðustóli á Alþingi í dag.
Steingrímur J. Sigfússon í ræðustóli á Alþingi í dag. mbl.is/Eggert

Enginn þingmaður stjórnarinnar hefur stigið í pontu það sem af er, en Valgerður Bjarnadóttir og Róbert hafa sagt að það sé ærandi þögn stjórnarliða. Spurði Valgerður hvað þingmönnum stjórnarinnar þætti eiginlega um málið.

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, í ræðustóli á Alþingi í ...
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, í ræðustóli á Alþingi í dag. mbl.is/Eggert
mbl.is

Innlent »

„Norðrið dregur sífellt fleiri að“

13:42 Meðal þess sem Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fór yfir í ræðu sinni á Hringborði norðurslóða, sem hófst í Edinborg í Skotlandi í dag, voru þær breytingar sem orðið hafa í norðrinu á undanliðnum áratugum og orðið til bættra lífshátta og aukinnar velmegunar. Meira »

Hlaut minniháttar meiðsl eftir bílveltu

13:00 Bílvelta varð á Hafnavegi í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í gær. Ökumaðurinn missti stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hún fór nokkrar veltur utan vegar. Maðurinn slapp með lítil meiðsl en var fluttur með sjúkrabifreið undir læknishendur. Meira »

Þrír fluttir á Landspítalann

12:36 Þrír voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar af vettvangi eftir umferðarslyss á Biskupstungnabraut. Einn þeirra er alvarlega slasaður. Lögreglan á Suðurlandi stýrir umferð um Biskupstungnabraut en veginum var lokað tímabundið vegna slyssins. Meira »

Þyrfti ákafa jarðskjálftahrinu til

11:58 „Það eru ekki sjáanlegar neinar breytingar í dag miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir. Ég hef að vísu ekki fengið neinar fréttir af Kvíá í morgun. Hvort ennþá renni vatn niður í hana. Það er eitt af því sem við getum fylgst með að staðaldri,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur. Meira »

Tvær hrunskýrslur í janúar

11:57 Tvær skýrslur sem tengjast beint hruni íslenska fjármálakerfisins fyrir rúmlega níu árum síðan verða birtar í janúar. Er önnur skýrslan um veitingu þrautavaraláns Seðlabankans til Kaupþings rétt fyrir hrun bankans og hin skýrslan um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins. Meira »

Öflug vöktun vegna óhreinsaðs skólps

11:46 Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur mun vakta strandlengjuna við og í nágrenni Faxaskjóls oftar en ella meðan á viðgerð Veitna stendur í skólpdælustöðinni Faxaskjóli dagana 20. til 27. nóvember samkvæmt áætlun. Niðurstöður mælinga eru birtar á vef Heilbrigðiseftirlitsins eftir því sem þær berast. Meira »

UNICEF verðlaunar skóla í tilefni dagsins

11:43 Í tilefni alþjóðlegs dags barna sem er haldinn hátíðlegur um allan heim fengu fyrstu réttindaskólar UNICEF á Íslandi viðurkenningu, en það eru Flataskóli í Garðabæ og Laugarnesskóli í Reykjavík ásamt frístundaheimilunum Laugaseli og Krakkakoti. Meira »

Leit ekki út fyrir að vera alvarlegt

11:45 Fólkið sem lenti í rútuslysinu við Lýsuhól á Snæfellsnesi í gær leit ekki út fyrir að vera alvarlega slasað á vettvangi, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vesturlandi. Þrír voru engu að síður fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi. Meira »

Alvarlegt slys á Biskupstungnabraut

11:42 Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi er Biskupstungnabrautin lokuð við Sogið vegna umferðarslyss. Ekki vita að hversu lengi lokunin varir. Þyrla Landhelgisgæslunnar var að koma á slysstað. Meira »

Sólarljós hefur skaðleg áhrif á snuð

11:18 Skoðun Neytendastofu á snuðum fyrir börn hefur leitt í ljós að hérlendis hafa verið til sölu vörur sem hafa ekki verið í lagi og jafnvel hættulegar börnum. Skoðuð voru yfir 900 snuð af 74 tegundum. Kom í ljós að 27% af snuðunum voru ekki allar merkingar í lagi. Meira »

„Betra að vanda sig í upphafi“

10:56 „Við erum að vanda okkur, þetta skiptir máli. Við ætlum að láta þetta standa út kjörtímabilið og þá er betra að vanda sig í upphafi,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, fyrir fund sinn með formönnum Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins í ráðherrabústaðnum í morgun. Meira »

300 manns gáfu íslenskum börnum föt

10:48 Tæplega 300 manns komu og gáfu föt í árlega fatasöfnun ungmennaráðs Barnaheilla sem fór fram í gær, í tilefni af degi mannréttinda og afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Söfnunin gekk vonum framan og tókst að fylla 20 rúmmetra sendiferðabíl af fötum og gott betur en það. Meira »

Baldur bilaður og ferðir falla niður

10:43 Vegna bilunar í aðalvél farþegaferjunnar Baldurs hafa allar ferðir hennar milli Stykkishólms og Brjánslækjar með viðkomu í Flatey verið felldar niður. Meira »

Flugnámsbraut í boði í fyrsta sinn

10:34 Fyrsti hópur nemenda á flugnámsbraut Icelandair hóf nám í Flugakademíu Keilis 17. nóvember en alls voru innritaðir 26 nýnemar og þar af 20 á flugnámsbrautina. Þetta er fjórði bekkurinn sem hefur samtvinnað atvinnuflugmannsnám hjá Keili á þessu ári og í frysta sinn sem skiptið sem boðið er upp á nám á flugnámsbraut hér á landi. Meira »

Fundað um Öræfajökul í dag

10:04 Fundað verður um stöðu mála í Öræfajökli hjá almannavörnum klukkan 11:00. Að sögn Hjálmars Björgvinssonar, deildarstjóra hjá almannavörnum, er fyrst og fremst um stöðufund að ræða þar sem farið verður yfir gögn og bækur bornar saman. Meira »

„Ætluðum að vera komin lengra“

10:35 „Þetta er verk sem tekur nokkra daga, kannski aðeins lengri tíma en við höfðum gert ráð fyrir en það hefur ekkert komið upp á sem veldur manni áhyggjum. Þetta er bara þannig að allir vilja vanda sig,“ sagði Bjarni Benediktsson fyrir fund sinn með formönnum VG og Framsóknarflokksins í ráðherrabústaðnum í morgun. Meira »

Þurfa að finna lendingu í mörgum málum

10:18 Formenn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sitja nú á fundi í ráðherrabústaðnum þar sem þau reyna að mynda nýja ríkisstjórn. „Það liggur fyrir fyrirfram að hér eru þrír ólíkir flokkar og það eru mörg mál sem þarf að finna lendingu í,“ sagði Katrín Jakobsdóttir fyrir fundinn. Meira »

Aðalmeðferðin ekki fyrr en á miðvikudag

09:26 Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni hefst ekki fyrr en á miðvikudaginn, en fyrr í morgun hafði verið sagt frá því að málið hæfist í dag. Þetta staðfestir saksóknari málsins við mbl.is. Samkvæmt upplýsingum á vef Héraðsdóms Reykjavíkur átti málið að hefjast í dag. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Sumarhús – Gestahús – Breytingar O?Fram
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Listakonan í fjörunni
Til sölu stytta eftir Elísabetu Geirmundsdóttur frá Akureyri, sem gekk ævinlega ...
SÆT ÍBÚÐ TIL LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Vel búin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvallarsvæði. 2 sun...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9 og gö...
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...