81% vildi að Sigmundur segði af sér

mbl.is/Styrmir Kári

Mikill meirihluti landsmanna telur að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson eigi að segja af sér embætti forsætisráðherra. Þetta er niðurstaða úr nýjum þjóðarpúlsi Gallup.

Þetta kemur fram á vef RÚV, en þar segir að könnunin hafi verið gerð í dag og í gær. 

Spurt var: „Telur þú að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson eigi að segja af sér sem forsætisráðherra eða telur þú að hann eigi að sitja áfram sem forsætisráðherra?“

Niðurstaðan er sú að 81% telja að Sigmundur Davíð eigi að segja af sér en 19%t telja að hann eigi ekki að segja af sér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert