Ekki ásættanleg niðurstaða

Óttarr Proppé, í Alþingishúsinu í dag.
Óttarr Proppé, í Alþingishúsinu í dag. mbl.is/Styrmir Kári

Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, segir það ekki ásættanlega niðurstöðu ef ekki verður boðað til nýrra kosninga strax. Sterkur orðrómur er um að stjórnarflokkarnir muni boða til nýrra kosninga í haust. „Það er jákvætt, en hins má velta þeirri staðhæfingu að ríkisstjórnin þurfi að klára einhver ákveðin mál, en ríkisstjórnin hefur  verið óstarfhæf síðustu vikur vegna eigin vandamála,“

„Sú hugmynd að þessir flokkar séu þeir einu sem geti klárað mikilvæg mál er svolítið skrítin. Sérstaklega í eyrum manns eins og míns sem að hefur komið með öðrum svokölluðum viðvaningum inn í Orkuveitu Reykjavíkur og komist að því að það er ekki bara á færi sumra að vinna verk,“ segir Óttarr.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert