„Stjórnarandstaðan er í rusli líka“

Leiðtogar stjórnarflokkanna hafa komist að þeirri niðurstöðu að halda stjórnarsamstarfi áfram á grundvelli sömu verkaskiptingar og verið hefur, þ.e. fara fyrir sömu ráðuneytum. Þetta sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á blaðmannafundi rétt í þessu.

Hann sagði skýran meirihluta fyrir áframhaldandi samstarfi flokkanna og að samstarfið yrði byggt á þeim meirihluta.

Bjarni sagði að í þessari viku hefði verið stigið sögulegt skref til að bregðast við þeim aðstæðum sem skapast hefðu í íslensku samfélagi, og vitnaði til afsagnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra.

Hann sagði þó að stjónarmeirihlutinn hefði viljað stíga viðbótarskref til að mæta kröfum um að virkja lýðræðið í landinu og koma til móts við þá stöðu sem hefur myndast, og stefna að því að halda kosningar í haust, þ.e. stytta kjörtímabilið um eitt löggjafarþing. Hann sagði að nákvæm dagsetning myndi ráðast af framvindu þingmála, en málaskráin væri löng. Stærsta óframkomna málið tengdist afnámi gjaldeyrishafta en það yrði komið fram innan tveggja til þriggja vikna.

Frétt mbl.is: Boðað til kosninga í haust

Sigurður Ingi Jóhannsson, verðandi forsætisráðherra, sagði að ríkisstjórnin myndi halda áfram að vinna að þeim stóru verkefnum sem hún hefði unnið að og náð glæsilegum árangri með. Hann sagði að áhersla yrði lögð á stóru málin; afnám hafta, húsnæðismál og heilbrigðismál. Hann sagði að það mikilvægasta í þessu sambandi væri að þegar ríkisstjórnin hefði lokið sínum störfum væri búið að skapa svigrúm til að styrkja innviði á öllum sviðum.

Aðspurðir sögðu Sigurður og Bjarni að fullkomin eining ríkti í þingflokkum þeirra um þessa niðurstöðu. Sigurður neitaði því að til hefði staðið að skipa Ásmund Einar Daðason ráðherra en að því hefði verið hafnað.

Hann sagði að það yrði tilkynnt á morgun hver tæki hans sæti í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Þá hefðu hann og Bjarni óskaði eftir því við forsætisráðherra að hann hefði samband við forsetaembættið og boðaði til ríkisráðsfundar á morgun.

Sigurður staðfesti að Sigmundur yrði „óbreyttur þingmaður“.

Sigurður Ingi og Bjarni í þinghússtiganum.
Sigurður Ingi og Bjarni í þinghússtiganum. mbl.is/Golli

Þegar ráðherrarnir voru spurðir um ólíka afstöðu Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks til þeirra mála sem enn ætti eftir að afgreiða var fátt um svör. Þeir sögðu að þegar ákveðið væri að stytta kjörtímabilið þyrftu menn að forgangsraða upp á nýtt og raða brýnustu málum fremst.

„Stjórnarandstaðan er í rusli líka,“ svaraði Bjarni spurður að því hvort þeir treystu sér í kosningar. Hann sagði alla flokkana hafa fengið að finna á því, nema Píratar sem hefðu „skriðið inn á þing“.

Bjarni sagði of sterkt til orða tekið að tala um upplausn í þjóðfélaginu; í aðstæðum á borð við þessum reyndi á flokkana og þingið. Hann sagði ekki ríkja meiri upplausn en svo að ríkisstjórnin hefði 38 þingmenn að baki sér.

„Við munum bregðast við henni með því að greiða 38 atkvæði á móti henni,“ svaraði hann spurður um yfirvofandi vantrausttillögu.

Sagðist Bjarni binda vonir við að friður ríkti um störf þingsins næstu daga þrátt fyrir boðuð mótmæli.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Ökklabrotinn göngumaður á Arnarstapa

21:28 Björgunarsveitir Landsbjargar eru að aðstoða göngufólk í vanda á þremur stöðum nú í kvöld. Rétt fyrir átta var tilkynnt um ökklabrotinn göngumann á gönguleiðinni á milli Arnarstapa og Hellna á Snæfellsnesi. Meira »

„Erum í raun einir á fjallinu“

21:21 „Ég ætlaði reyndar að fara 2020 en svo dó pabbi um jólin þannig að ég ákvað bara að drífa mig af stað,“ segir John Snorri Sigurjónsson í samtali við mbl.is. Svartaþoka, drunur frá snjóflóðum, snjóhengjur og sprungur í fjallinu hafa sett mark sitt á för hans á tind fjallsins K2. Meira »

Villtist á fjalli við Seyðisfjörð

21:13 Kona villtist vegna þoku í grennd við Hánefstaðafjall við Seyðisfjörð. Búið er að staðsetja konuna með GPS-tækjum og bíður hún þess að vera sótt og ferjuð niður. Meira »

Þriðji stóri skjálftinn á Reykjanesskaga

20:59 Þriðji jarðskjálftinn sem mældist í kringum fjóra að stærð varð á Reykjanesskaga um hálfníuleytið í kvöld.  Meira »

Fylgdust með tapinu á Ingólfstorgi

20:41 Töluverður hópur fólks var saman komin á Ingólfstorgi í kvöld til að fylgjast með leik Íslands og Austurríkis á EM. Blái liturinn var áberandi hjá áhorfendum sem augljóslega voru komnir til að styðja sínar konur. Meira »

Hundarnir njóta nuddsins

20:30 Þegar hundur Berglindar Guðbrandsdóttur tognaði fór hún með hann í hundanudd. Í kjölfarið ákvað hún að læra sjálf hundanudd, sem hún segir þurfa að vera gert á forsendum hundsins. Meira »

Tveir með annan vinning í Víkingalottó

19:53 Enginn var með allar tölur réttar í Vík­ingalottó­inu í kvöld, en fyrsti vinningur var tæpir 1,3 milljarðar króna. Tveir hlutu hins vegar annan vinning og fær hvor þeirra 15 milljónir króna í sinn hlut. Var annar miðinn keyptur á Íslandi en hinn í Noregi. Meira »

Slasaðist á Esjunni

20:15 Sækja þurfti konu upp á Esjuna í dag sökum þess að hún hafði meitt sig á ökkla og gat ekki haldið áfram göngu. Konan var komin upp í miðjar hlíðar fjallsins er hún slasaðist. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu notaði sexhjól til að koma konunni niður. Meira »

Hver á rétt á verðmætunum?

19:53 Margir hafa spurt sig hvar eignarréttur á verðmætum í efnahagslögsögu landsins liggur, eftir að norska rannsóknarskipið Seabed Constructor hóf rannsóknir við þýska flakið Minden fyrr á árinu. Hver á rétt á verðmætum í skipinu, sem gætu verið upp á milljarða króna? Meira »

Ekkert eftirlit með fitufrystingu

19:30 „Því er auðvitað tekið mjög alvarlega þegar fólk verður fyrir tjóni,“ segir Haraldur Briem, settur landlæknir, en eins og Sunnudagsblað Morgunblaðsins greindi frá um síðustu helgi kom eitt versta kalsártilvik vegna fitufrystingar á heimsvísu upp hér á landi á síðasta ári. Meira »

Tengslin við náttúruna eru mikilvæg

18:25 „Margir þjást af streitu og áreiti í daglegu lífi og á námskeiðinu einbeitum við okkur að græðandi áhrifum náttúrunnar.“ Þetta segir Kristín Þorleifsdóttir en hún mun, ásamt Bandaríkjamönnunum Greg og Devon Hase, halda námskeið í hugleiðslu og núvitund í Skyrgerðinni í Hveragerði. Meira »

Yfirlæknar æfir vegna starfsauglýsingar

17:45 Mikil óánægja ríkir meðal yfirlækna á rannsóknarsviði Landspítala eftir að staða yfirlæknis erfða- og sameindalæknisfræðideildar var auglýst laus til umsóknar. Það sem gerir málið sérstakt er að núverandi yfirlæknir deildarinnar hefur ekki sagt upp eða verið sagt upp. Meira »

Sólarstundir nýttar í Laugardalnum

17:02 Veðrið hefur leikið við íbúa höfuðborgarsvæðisins í dag þar sem hiti mældist 20 gráður líkt og víða um land. Í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum var að vonum fjölmenni sem nýtti sér góða veðrið til að bregða á leik. mbl.is var á staðnum og kíkti á stemninguna. Meira »

Töluverðar blæðingar í Norðurárdal

15:24 „Við erum að reyna komast að því hvað er að,“ segir Jón Helgi Helgason, verkefnastjóri hjá Vegagerðinni, um dularfullar tjörublæðingar í Norðurárdal í Borgarfirði. Blæðingarnar eru töluverðar. Meira »

Bíða með óþreyju eftir nýrri reglugerð

14:20 Smábátaeigendur eru nú sagðir bíða með óþreyju eftir reglugerð frá sjávarútvegsráðuneytinu um viðbótarheimildir í makríl. Greint er frá þessu á vef Landssambands smábátaeigenda. Meira »

Skjálfta­hrinan stendur enn

16:45 Skjálfta­hrinan, sem hófst norðaust­an við Fagra­dals­fjall á Reykja­nesskaga í morg­un, stendur enn. Á annað hundrað skjálfta hefur mælst síðan í morgun, þar sem flestir voru af stærðinni 1,0 og 2,0. Þá hafa mælst sjö skjálftar sem hafa verið um 3,0 að stærð eða stærri. Meira »

John Snorri kominn í síðustu búðir

14:53 John Snorri Sigurjónsson var rétt í þessu að komast upp í fjórðu búðir á fjallinu K2. Dagurinn var langur og erfiður og nú er hópurinn að taka stöðuna á því hvenær skuli haldið áfram á toppinn. Meira »

Skjálfti að stærð 4 við Fagradalsfjall

14:20 Skjálfti að stærð 4,0 með upp­tök um tvo og hálfan kílómetra aust­an við Fagra­dals­fjall á Reykja­nesskaga varð kl. 13.55. Rétt fyrir hádegi, klukkan 11.40, mældist annar jarðskjálfti að stærð 3,9. Meira »
Yamaha Virago
Til sölu Yamaha Virago xv700 árg.84. Gamal og góður hippi í ágætu standi. Verð k...
SÆT ÍBÚÐ TIL LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Vel búin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvallarsvæði. 2 sun...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
Malbiksviðgerðir - bílastæðamálun - vélsópun
Frá því 1988 hafa BS verktakar boðið heildarlausnir á viðhaldi bílastæða og umhv...
 
Geirlandsá - útboð óskað er eftir tilbo
Veiði
Geirlandsá - útboð Óskað er eftir til...
Skrifstofustjóri
Stjórnunarstörf
Skrifstofustjóri óskast til starfa hjá ...
Deiliskipulag
Tilboð - útboð
Kjósarhreppur Kjósarhreppur a...
Breyting á aðal- og deiliskipulagi
Tilkynningar
Auglýsing um skipulag á Akranesi Till...