„Stjórnarandstaðan er í rusli líka“

Leiðtogar stjórnarflokkanna hafa komist að þeirri niðurstöðu að halda stjórnarsamstarfi áfram á grundvelli sömu verkaskiptingar og verið hefur, þ.e. fara fyrir sömu ráðuneytum. Þetta sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á blaðmannafundi rétt í þessu.

Hann sagði skýran meirihluta fyrir áframhaldandi samstarfi flokkanna og að samstarfið yrði byggt á þeim meirihluta.

Bjarni sagði að í þessari viku hefði verið stigið sögulegt skref til að bregðast við þeim aðstæðum sem skapast hefðu í íslensku samfélagi, og vitnaði til afsagnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra.

Hann sagði þó að stjónarmeirihlutinn hefði viljað stíga viðbótarskref til að mæta kröfum um að virkja lýðræðið í landinu og koma til móts við þá stöðu sem hefur myndast, og stefna að því að halda kosningar í haust, þ.e. stytta kjörtímabilið um eitt löggjafarþing. Hann sagði að nákvæm dagsetning myndi ráðast af framvindu þingmála, en málaskráin væri löng. Stærsta óframkomna málið tengdist afnámi gjaldeyrishafta en það yrði komið fram innan tveggja til þriggja vikna.

Frétt mbl.is: Boðað til kosninga í haust

Sigurður Ingi Jóhannsson, verðandi forsætisráðherra, sagði að ríkisstjórnin myndi halda áfram að vinna að þeim stóru verkefnum sem hún hefði unnið að og náð glæsilegum árangri með. Hann sagði að áhersla yrði lögð á stóru málin; afnám hafta, húsnæðismál og heilbrigðismál. Hann sagði að það mikilvægasta í þessu sambandi væri að þegar ríkisstjórnin hefði lokið sínum störfum væri búið að skapa svigrúm til að styrkja innviði á öllum sviðum.

Aðspurðir sögðu Sigurður og Bjarni að fullkomin eining ríkti í þingflokkum þeirra um þessa niðurstöðu. Sigurður neitaði því að til hefði staðið að skipa Ásmund Einar Daðason ráðherra en að því hefði verið hafnað.

Hann sagði að það yrði tilkynnt á morgun hver tæki hans sæti í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Þá hefðu hann og Bjarni óskaði eftir því við forsætisráðherra að hann hefði samband við forsetaembættið og boðaði til ríkisráðsfundar á morgun.

Sigurður staðfesti að Sigmundur yrði „óbreyttur þingmaður“.

Sigurður Ingi og Bjarni í þinghússtiganum.
Sigurður Ingi og Bjarni í þinghússtiganum. mbl.is/Golli

Þegar ráðherrarnir voru spurðir um ólíka afstöðu Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks til þeirra mála sem enn ætti eftir að afgreiða var fátt um svör. Þeir sögðu að þegar ákveðið væri að stytta kjörtímabilið þyrftu menn að forgangsraða upp á nýtt og raða brýnustu málum fremst.

„Stjórnarandstaðan er í rusli líka,“ svaraði Bjarni spurður að því hvort þeir treystu sér í kosningar. Hann sagði alla flokkana hafa fengið að finna á því, nema Píratar sem hefðu „skriðið inn á þing“.

Bjarni sagði of sterkt til orða tekið að tala um upplausn í þjóðfélaginu; í aðstæðum á borð við þessum reyndi á flokkana og þingið. Hann sagði ekki ríkja meiri upplausn en svo að ríkisstjórnin hefði 38 þingmenn að baki sér.

„Við munum bregðast við henni með því að greiða 38 atkvæði á móti henni,“ svaraði hann spurður um yfirvofandi vantrausttillögu.

Sagðist Bjarni binda vonir við að friður ríkti um störf þingsins næstu daga þrátt fyrir boðuð mótmæli.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Meðvitundarlaus eftir árekstur

20:56 Árekstur varð á gatnamótum Suðurlandsbrautar og Álfheima á sjöunda tímanum í kvöld þegar tveir bílar skullu saman.  Meira »

Ríkið sýknað í skötuselsmáli

20:45 Íslenska ríkið var í dag sýknað af skaðabótakröfu Útgerðarfélagsins Glófaxa ehf. fyrir Hæstaréttar. Glófaxi taldi ríkið bera skaðabótaábyrgð á tjóni vegna ólögmætrar úthlutunar á aflamarki skötusels fiskveiðiárin 2009-2012. Meira »

Fjórir af 79 fá ekki sanngirnisbætur

20:30 Fjórir einstaklingar sem dvöldu á Kópavogshæli á árum áður fá ekki sanngirnisbætur vegna þeirrar slæmu meðferðar sem þeir sættu, þrátt fyrir að lögð hafi verið inn umsókn þess efnis. Tveir hafa jafnframt dregið til baka umsókn sína um bætur. Meira »

Þarf að endurskoða aðgengi almennings

20:24 Nauðsynlegt er að endurskoða fyrirkomulag mála sem varða aðgengi almennings að gögnum og upplýsingum úr stjórnsýslunni, sem er ekki nægilega skilvirkt. Þetta er mat stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, sem segir að einfalda þurfi málsmeðferð og hraða úrskurðum til hagsbóta fyrir almenning. Meira »

Drottningar saman í víking

20:20 „Við hittumst fyrir tilviljun á Slipper Room í New York í sumar, en það er kabarettstaður sem blandar saman m.a. dragi, burlesque og sirkusatriðum. Við vorum bókaðar til að vera með atriði sama kvöldið,“ segir Margrét Erla Maack burlesque-dansari í samtali við Morgunblaðið um það þegar hún rakst óvænt á dragdrottninguna Gógó Starr við að skemmta. Meira »

Mjaltakonu dæmd vangoldin laun

20:15 Fallist var á kröfu konu sem vann við mjaltir hjá félaginu Ljósaborg ehf. til heimtu vangoldinna launa fyrir Hæstarétti í dag. Konan fékk dæmdar tæplega 1,7 milljónir króna en fyrir lá að skriflegur ráðningarsamningur hafði ekki verið gerður. Meira »

Flugmenn hjá Icelandair funda á morgun

19:45 Samningur Félags íslenskra atvinnuflugmanna við Icelandair rennur út 30. september. Viðræður þeirra á milli hafa staðið yfir undanfarið, síðast í þessari viku, og er næsti fundur fyrirhugaður á morgun. Meira »

Norrænt fyrirtækjasetur opnað í New York

19:59 Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra Íslands í Bandaríkjunum, opnaði fyrir hönd Íslands Norræna fyrirtækjasetrið, eða Nordic Innovation House-New York, við hátíðlega athöfn í New York-borg í gær. Meira »

Sigríður með frumvarp um uppreist æru

19:30 Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hyggst á morgun kynna frumvarp um breytingu á lögum um uppreist æru fyrir formönnum þingflokkanna. Þetta staðfestir Sigríður í samtali við mbl.is. Meira »

Björt framtíð mætti ekki

19:20 Enginn þingmanna Bjartrar framtíðar mætti á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar með umboðsmanni Alþingis í dag. Að sögn Unnsteins Jóhannssonar kom það flatt upp á alla í þingflokksherbergi Bjartrar framtíðar þegar viðstaddir áttuðu sig á því að fundurinn væri að verða búinn. Meira »

Taktu mig hérna við uppþvottavélina

18:50 Það er sérstök stemning í Hafnarhúsinu þessa dagana þar sem nokkrir ungir karlmenn gutla á kassagítar og raula við klassískt atriði úr fyrstu alíslensku kvikmyndinni í fullri lengd, Morðsögu frá 1977. Meira »

Gáfu fósturgreiningardeild tvö ómtæki

18:37 Kvenfélagið Hringurinn færði fósturgreiningardeild Landspítala tvö ómtæki að gjöf og voru þau afhent formlega í þakkarboði sem haldið var Hringskonum í dag. Meira »

Tvær nýjar heilsugæslustöðvar?

18:30 Stefnt er að því að byggja tvær nýjar heilsugæslustöðvar á Akureyri í stað núverandi húsnæðis heilsugæslunnar í miðbænum. Talið er æskilegt að byggja einnar hæðar hús og verði hvor eining um sig 1500 fermetrar að stærð. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu ráðgjafarfyrirtækisins Nolta. Meira »

Þyngdi dóm vegna skilasvika

18:22 Hæstiréttur Íslands hefur þyngt dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra yfir Ara Axel Jónssyni vegna brota hans sem eigandi og framkvæmdastjóri Dregg ehf. á Akureyri. Meira »

Ein deild lokuð á dag vegna manneklu

17:50 „Við gerum þetta svona vegna þess að við viljum vernda deildarstarf barnanna,“ segir Fanný Heimisdóttir, leikskólastjóri í Sunnufoldar í Grafarvogi. Í næstu viku mun hún grípa til þess ráðs að hafa eina deild leikskólans lokaða á hverjum degi. Skýringin á þessu er mannekla. Meira »

Gráar kindur alltaf í uppáhaldi

18:25 Kristbjörg vissi ekkert út á hvað ræktun feldfjár gekk þegar hún fór af stað fyrir sjö árum, en hefur verið ódrepandi við að afla sér þekkingar. Í sumar fór hún til Danmerkur og Svíþjóðar þar sem Kristín og Anne feldfjárbændur voru sóttar heim. Meira »

Sæmundur Sveinsson skipaður rektor LBHÍ

18:10 Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra, skipað í dag dr. Sæmund Sveinsson í stöðu rektors Landbúnaðarháskóla Íslands til eins árs frá og með 1. október 2017. Skipanin var gerð að fenginni tillögu háskólaráðs Landbúnaðarháskóla. Meira »

Eins og dómurinn hafi verið þurrkaður út

17:47 Anna Signý Guðbjörnsdóttir, eitt fórnarlamba lögreglumanns sem fékk uppreist æru eftir að hafa fengið 18 mánaða dóm fyrir kynferðisbrot, segist ekki hafa trúað því að hann hefði fengið uppreist æru er hún fyrst frétti það. „Mér líður eins og það sé búið að þurrka dóminn hans út,“ sagði hún í viðtali við RÚV. Meira »
PÚSTKERFI Á HAGSTÆÐU VERÐI
Eigum fyrirlyggjandi PÚSTKERFI í flestar tegundir bifreiða. Einnig STÝRISLIÐI ...
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
Suzuki Grand Vitara árgerð 2006
Eldsneyti / Vél Bensín Akstur 190 þús km 4 strokkar 1.995 cc. Innspýtin...
Varahlutir í Transalp 600cc1988 -1992 ca
Er með til sölu nokkra varahlutum í ofangreint hjól. Þetta eru kerti, bremsuborð...
 
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Utankjörfundaratkvæða- greiðsla uta
Tilkynningar
Utankjörfundaratkvæðagreiðs...
L helgafell 6017092019 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017092019 IV/V Mynd af ...