„Stjórnarandstaðan er í rusli líka“

Leiðtogar stjórnarflokkanna hafa komist að þeirri niðurstöðu að halda stjórnarsamstarfi áfram á grundvelli sömu verkaskiptingar og verið hefur, þ.e. fara fyrir sömu ráðuneytum. Þetta sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á blaðmannafundi rétt í þessu.

Hann sagði skýran meirihluta fyrir áframhaldandi samstarfi flokkanna og að samstarfið yrði byggt á þeim meirihluta.

Bjarni sagði að í þessari viku hefði verið stigið sögulegt skref til að bregðast við þeim aðstæðum sem skapast hefðu í íslensku samfélagi, og vitnaði til afsagnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra.

Hann sagði þó að stjónarmeirihlutinn hefði viljað stíga viðbótarskref til að mæta kröfum um að virkja lýðræðið í landinu og koma til móts við þá stöðu sem hefur myndast, og stefna að því að halda kosningar í haust, þ.e. stytta kjörtímabilið um eitt löggjafarþing. Hann sagði að nákvæm dagsetning myndi ráðast af framvindu þingmála, en málaskráin væri löng. Stærsta óframkomna málið tengdist afnámi gjaldeyrishafta en það yrði komið fram innan tveggja til þriggja vikna.

Frétt mbl.is: Boðað til kosninga í haust

Sigurður Ingi Jóhannsson, verðandi forsætisráðherra, sagði að ríkisstjórnin myndi halda áfram að vinna að þeim stóru verkefnum sem hún hefði unnið að og náð glæsilegum árangri með. Hann sagði að áhersla yrði lögð á stóru málin; afnám hafta, húsnæðismál og heilbrigðismál. Hann sagði að það mikilvægasta í þessu sambandi væri að þegar ríkisstjórnin hefði lokið sínum störfum væri búið að skapa svigrúm til að styrkja innviði á öllum sviðum.

Aðspurðir sögðu Sigurður og Bjarni að fullkomin eining ríkti í þingflokkum þeirra um þessa niðurstöðu. Sigurður neitaði því að til hefði staðið að skipa Ásmund Einar Daðason ráðherra en að því hefði verið hafnað.

Hann sagði að það yrði tilkynnt á morgun hver tæki hans sæti í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Þá hefðu hann og Bjarni óskaði eftir því við forsætisráðherra að hann hefði samband við forsetaembættið og boðaði til ríkisráðsfundar á morgun.

Sigurður staðfesti að Sigmundur yrði „óbreyttur þingmaður“.

Sigurður Ingi og Bjarni í þinghússtiganum.
Sigurður Ingi og Bjarni í þinghússtiganum. mbl.is/Golli

Þegar ráðherrarnir voru spurðir um ólíka afstöðu Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks til þeirra mála sem enn ætti eftir að afgreiða var fátt um svör. Þeir sögðu að þegar ákveðið væri að stytta kjörtímabilið þyrftu menn að forgangsraða upp á nýtt og raða brýnustu málum fremst.

„Stjórnarandstaðan er í rusli líka,“ svaraði Bjarni spurður að því hvort þeir treystu sér í kosningar. Hann sagði alla flokkana hafa fengið að finna á því, nema Píratar sem hefðu „skriðið inn á þing“.

Bjarni sagði of sterkt til orða tekið að tala um upplausn í þjóðfélaginu; í aðstæðum á borð við þessum reyndi á flokkana og þingið. Hann sagði ekki ríkja meiri upplausn en svo að ríkisstjórnin hefði 38 þingmenn að baki sér.

„Við munum bregðast við henni með því að greiða 38 atkvæði á móti henni,“ svaraði hann spurður um yfirvofandi vantrausttillögu.

Sagðist Bjarni binda vonir við að friður ríkti um störf þingsins næstu daga þrátt fyrir boðuð mótmæli.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Skóflustunga að hjúkrunarheimili

Í gær, 23:50 Fyrsta skóflustungan að nýju hjúkrunarheimili við Sléttuveg var tekin í dag. Er það hluti af nýju 21 þúsund fermetra öldrunarsetri í Fossvogi. Skóflustunguna tóku þeir Guðmundur Hallvarðsson, fyrrverandi formaður Sjómannadagsráðs, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, og Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra. Meira »

Færri komust í flugið en vildu

Í gær, 22:46 „Þetta er sérstaklega vont þegar það er ófært landleiðina líka,“ segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect. Veður hefur hamlað flugsamgöngum til og frá Ísafirði í vikunni en veðurspár gera áfram ráð fyrir miklu hvassviðri víða um land. Meira »

Skipstjórinn fagnar rannsókninni

Í gær, 22:12 „Ég fagna þessari rannsókn af heilum hug,“ segir Víðir Jónsson, skipstjóri til 20 ára á Kleifabergi. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri útgerðarfélagsins Brims, sagði fyrr í kvöld að hann hygðist á morgun kæra myndband sem birt var í kvöldfréttum RÚV til lögreglu. Meira »

Fagna því að konur rjúfi þögnina

Í gær, 22:07 Ung vinstri græn, Uppreisn, Samband ungra framsóknarmanna, Ungir jafnaðarmenn, Ungir sjálfstæðismenn og Ungir píratar fagna því að konur séu að stíga fram og rjúfa þögnina um kynferðislega áreitni, ofbeldi og valdbeitingu innan stjórnmála. Meira »

Forsendur fyrir stofnun hálendisþjóðgarðs

Í gær, 21:22 „Stofnun miðhálendisþjóðgarðs er fullkomlega gerleg. Það eru allar forsendur fyrir hendi. Það yrðu stórkostlegar framfarir ef Alþingi myndi samþykkja að stofna slíkan þjóðgarð,“ segir Árni Finnsson um miðhálendisþjóðgarð. Meira »

Vitlaust veður næstu tvo sólarhringa

Í gær, 20:48 Vaxandi lægð fyrir austan land ásamt öflugri hæð yfir Grænlandi veldur því að næstu tvo sólarhringa verður nær samfellt hríðarveður með skafrenningi frá Vestfjörðum og austur á land. Meira »

Vinningsmiði keyptur í Noregi

Í gær, 20:20 Fyrsti vinn­ing­ur gekk ekki út í Vík­ingalottó­inu í kvöld en einn hlaut annan vinning. Sá heppni keypti miðann í Noregi en hann hlýtur 381 milljón í sinn hlut. Meira »

„Ég veit bara að ég er miður mín“

Í gær, 20:40 „Sum segja mig gera lítið úr kynferðisofbeldi með þessari fyrri færslu um sektarkennd vegna kynlífs sem ekki átti að eiga sér stað. Það var alls ekki ætlunin.“ Þetta skrifar þingmaðurinn fyrrverandi Gunnar Hrafn Jónsson á Facebook. Meira »

„Verður kært strax í fyrramálið“

Í gær, 20:09 „Það þarf að rannsaka þetta. Þetta er kolólöglegt,“ segir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, í samtali við mbl.is. Hann vill komast til botns í því hvernig myndband, sem tekið var um borð í Kleifabergi, varð til og hver stóð að baki brottkastinu sem í því birtist. Meira »

Deilt um nokkur lykilatriði

Í gær, 19:57 Aðalmeðferð í máli ákærrvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni fyrir stórfellda líkamsárás í tengslum við andlát Arnars Jónssonar Aspar hófst í dag. Mörg atriði eru óumdeild í tengslum við málið, en þó nokkur atriði standa þó út af og var framburður vitna í mörgum lykilatriðum ekki samhljóða. Meira »

Mikill áhugi á jafnréttisþingi

Í gær, 19:26 Jafnréttisþing Garðaskóla var haldið í annað sinn í gær, en þar er nemendum boðið upp á málstofur og smiðjur tengdar jafnréttismálum. Meira »

Vísað af heimili og sætir nálgunarbanni

Í gær, 18:39 Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur sem fyrr í nóvember dæmdi að maður skyldi sæta brottvísun af heimili og nálgunarbanni í fjórar vikur. Maðurinn má ekki koma nær heimili brotaþola, konu sem hann átti í sambandi við, en 50 metra. Hann má ekki nálgast hana á almannafæri eða setja sig í samband við hana með öðrum hætti. Meira »

Finnst ljótu handritin áhugaverðust

Í gær, 18:27 Hún las Ódysseifskviðu Hómers barn að aldri og heillaðist. Hún veit ekkert skemmtilegra en að gramsa í útkrotuðum handritum sem flestir hafa engan áhuga á, af því þau eru talin vera ljót. Hún les á milli línanna í tilfinningar kennara og/eða nemenda sem birtast í glósum á spássíum miðaldahandrita. Meira »

Vegum víða lokað vegna veðurs

Í gær, 17:57 Þjóðvegur 1 er lokaður um Skeiðarársand, frá Lómagnúpi að Jökulsárlóni. Einnig eru Mývatns- og Möðrudalsöræfi lokuð og þá er óvissustig á Flateyrarvegi og í Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu. Meira »

Gefa út áætlun um neyðarrýmingu

Í gær, 17:15 Ef til neyðarrýmingar kemur vegna eldgoss í Öræfajökli skulu þeir sem búa í námunda við jökulinn fara stystu leið að bæjunum Svínafelli 1, Hofi 1 eða Hnappavöllum 2. Þar skulu þeir bíða frekari fyrirmæla í bílum sínum. Meira »

Jón: „Vildi ekki valda neinum skaða“

Í gær, 18:12 Jón Trausti Lúthersson segist ekki hafa veitt Arnari Jónssyni Aspar neina áverka. Fyrr í dag hafði Sveinn Gestur Tryggvason, sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás í tengslum við andlát Arnars, sagt að Arnar og Jón Trausti hefðu tekist á og að Jón Trausti hefði lamið Arnar með neyðarhamri. Meira »

Þeir fyrstu að koma til Egilsstaða

Í gær, 17:31 Fyrstu farþegarnir, sem voru í rútunni sem ók aftan á snjóplóg á Austurlandi fyrr í dag, eru væntanlegir til Egilsstaða á hverri stundu. Að sögn aðgerðarstjóra lögreglunnar á Egilsstöðum hefur ferðin sóst hægt enda er vont veður og blint á fjallvegum. Meira »

Birtingin ekki borin undir Geir

Í gær, 17:14 Birting á endurriti af símtali Davíðs Oddsonar, þáverandi seðlabankastjóra, og Geirs Haarde, þáverandi forsætisráðherra, var ekki borin undir Geir. Endurritið var birt í Morgunblaðinu á laugardag en Geir segir í svari við fyrirspurn Vísis að það hafi ekki verið borið undir hann. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

SÆT ÍBÚÐ T. LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Til leigu vel búnin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvalla...
PÚSTKERFI Á HAGSTÆÐU VERÐI
Eigum fyrirlyggjandi PÚSTKERFI í flestar tegundir bifreiða. Einnig STÝRISLIÐI ...
 
Samþykkt breyting á deiliskipulagi
Tilkynningar
Samþykkt breyting á deiliskipulagi Da...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og g...