Vigdís undrandi á tíðindum kvöldsins

Vigdís Hauksdóttir þingmaður Framsóknarflokks.
Vigdís Hauksdóttir þingmaður Framsóknarflokks. mbl.is/RAX

Vigdís Hauksdóttir þingmaður Framsóknarflokksins lýsir undrun sinni á tíðindum kvöldins í samtali við mbl.is.

„Ég óska að sjálfsögðu Lilju Alfreðsdóttur alls hins besta í starfi en ég tel að nú sé búið að ganga fram hjá mér varðandi val á ráðherrum í annað sinn. Ég er því fyrst og fremst undrandi,“ segir Vigdís.

Hún segir ákveðnar óskrifaðar reglur vera innan þingflokksins um úthlutun ráðherraembætta. „Oddvitar flokksins í kjördæmunum hafa yfirleitt verið í forgangi þegar kemur að því. Ég vann stærsta sigur sem Framsóknarflokkurinn hefur landað í Reykjavík, í hundrað ára sögu hans.“

Þá segir Vigdís ótvíræðan stuðning hafa verið innan þingflokksins um að Sigurður Ingi tæki við embætti forsætisráðherra.

„Það var í raun ákveðið í gær að mínu mati, á þingflokksfundinum, þar sem Sigmundur Davíð lagði fram tillöguna.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert