Vildu gera hlé á þingfundi

Katrín Júlíusdóttir
Katrín Júlíusdóttir mbl.is/Styrmir Kári

Þingfundur hófst í dag á dagskráliðnum fundarstjórn forseta þar sem þingmenn stjórnarandstöðunnar stigu í ræðustól og kölluðu eftir því að ríkisstjórnin gæfi upp nákvæma dagsetningu vegna fyrirhugaðra þingkosninga.

Ennfremur var ríkisstjórnin gagnrýnd fyrir að hafa ekki lagt fram skrá yfir þau mál sem hún hefði í hyggju að klára áður en til þingkosninga komi. Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, kallaði eftir því að gert yrði hlé á þingfundi þar til niðurstaða lægi fyrir um það hvenær kosningarnar ættu að fara fram.

Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, svaraði því til að hann teldi ekki þörf á því þrátt fyrir að hann tæki undir að æskilegt væri að þessa upplýsingar lægju fyrir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert