Einar og Össur 25 ár á Alþingi

Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis.
Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis. mbl.is/Ómar Óskarsson

25 ár eru í dag liðin síðan Einar K. Guðfinnsson og Össur Skarphéðinsson voru kjörnir til setu á Alþingi, eða í kosningum 20. apríl 1991.

Þetta kom fram í máli Kristjáns L. Möller, 1. varaforseta Alþingis, á þingfundi í dag.

„25 ár er langur tími í stjórnmálum. Þeir eru ekki margir í seinni tíð sem eiga svona langa setu á þinginu,“ sagði Kristján.

„Ég vil óska þeim til hamingju með farsælan og langan þingmennskuferil. Þrátt fyrir langan feril eru háttvirtir þingmenn með yngstu mönnum hér, alla vega í anda og fjöri.“

Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert