Rakel nýr formaður Vöku

Ný stjórn Vöku.
Ný stjórn Vöku. Ljósmynd/ Vaka

Ný stjórn Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, var kosin á aðalfundi félagsins nú fyrir skemmstu.

„Við í nýju stjórninni þökkum gömlu stjórninni vel unnið starf og hlökkum til að takast á við komandi skólaár og spennandi verkefni sem því fylgja,“ segir Rakel Guðmundsdóttir nýkjörinn formaður í fréttatilkynningu frá félaginu.

Sem stendur er Vaka með meirihluta í Stúdentaráði Háskóla Íslands en félagið hlaut sautján menn af 27 í kosningum til ráðsins.

Stjórnina skipa:

Formaður: Rakel Guðmundsdóttir, tómstunda- og félagasmálafræði

Varaformaður: Eiður Smári Haralds Eiðsson, laganemi

Gjaldkeri: Eva Björk Jóhannesdóttir, hagfræðinemi

Skemmtanastjóri: Íris Hauksdóttir, líffræðinemi

Útgáfustjóri: Jóhann Óli Eiðsson, laganemi

Meðstjórnendur: Rizza Fay, enskunemi, Jakob Þór E. Schram, iðnaðarverkfæðinemi, Sindri Freyr Guðjónsson, viðskiptafræðinemi og Katrín Ósk Ásgeirsdóttir, Kristín Una Pétursdóttir og Lísbet Sigurðardóttir, laganemar 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert