Kornsáning hafin í sveitum Suðurlands

Kornsáning er hafin á Suðurlandi.
Kornsáning er hafin á Suðurlandi. Ljósmynd/Áskell Þórisson

„Það gerir ekkert til þótt það kólni aðeins, ef það stendur ekki allt sumarið. Kuldinn er allavega betri en rigningin.“

Þetta segir Björgvin Þór Harðarson, svínabóndi í Laxárdal, í Morgunblaðinu í dag en hann hóf sáningu í akra sína í Gunnarsholti í fyrradag. Hann byrjaði á sumarnepju en byggi verður sáð í kjölfarið.

Bændur undir Eyjafjöllum, í Landeyjum og víðar í sveitum Suðurlands eru byrjaðir að sá. Klaki er enn í jörðu í uppsveitum og því ekki unnt að byrja þar. Erfið tíð til þreskingar sl. haust og ágangur fugla hefur dregið úr kornrækt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert