Tími leyndarinnar liðinn

Akaash Maharaj, framkvæmdastjóri alþjóðlegra samtaka þingmanna gegn spillingu.
Akaash Maharaj, framkvæmdastjóri alþjóðlegra samtaka þingmanna gegn spillingu. mbl.is/Eggert

Panamaskjölin sýna að tími leyndarinnar er liðinn, að mati Akaash Maharaj, framkvæmdastjóra alþjóðlegra samtaka þingmanna gegn spillingu. Hann segir lofsvert að íslenska þjóðin hafi krafist afsagnar forsætisráðherra og að hann hafi orðið við kröfunni. Stjórnvöld þurfi að grípa til aðgerða gegn huldufélögum.

Maharaj ræddi um hvað lýðræðisríki geta gert til þess að koma böndum utan um nafnlaus huldufélög sem eru skráð á aflandssvæðum á ráðstefnu um mannréttindi, lýðræðislega ábyrgð, fullveldi ríkja og alþjóðlega stjórnun í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Hann er framkvæmdastjóri GOPAC, alþjóðlegra samtaka þingmanna gegn spillingu.

Í samtali við mbl.is segir Maharaj að það alvarlegasta sem hafi komið fram í Panamaskjölunum sé ekki bara net aflandsfélaga sem afhjúpað var þar heldur fjöldi huldufélaga þar sem raunverulegu eignarhaldi er leynt. Áætlað sé að ríki heims verði af 3,1 milljón milljóna dollara á hverju ári vegna skipulagðra skattaundanbragða, ekki aðeins vegna aflandsfélaga þó.

Gáleysi af stjórnmálamönnum að eiga í aflandsfélögum

Birting Panamaskjalanna hefur leitt í ljós að heimsþekktir einstaklingar, þjóðarleiðtogar, athafnamenn og fleiri hafi átt félög í skattaskjólum, þar á meðal Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra.

Maharaj telur það gáleysislegt af stjórnmálamönnum að eiga hlut í félögum af þessu tagi, ekki síst á tímum þegar mikið vantraust ríkir gagnvart stjórnmálunum, stjórnmálamönnum og opinberum stofnunum.

„Það er gríðarlega mikilvægt að stjórnmálaleiðtogar fari fram með góðu fordæmi og sýni að þeir hafi ekkert að fela. Á endanum hafa þeir sem gegna háum embættum skyldu til að sýna fram á heiðarleika sinn fyrir almenningi. Það er ekki almennings að gera ráð fyrir heiðarleika þeirra,“ segir hann.

Frá ráðstefnunni sem haldin var í Þjóðmenningarhúsinu í dag þar ...
Frá ráðstefnunni sem haldin var í Þjóðmenningarhúsinu í dag þar sem Maharaj var einn frummælenda. mbl.is/Eggert

Gróf undan trausti með að upplýsa ekki um hagsmuni

Spurður um mál Sigmundar Davíðs sem varð uppvís að því að hafa átt hluti í aflandsfélaginu Wintris sem átti kröfur á hendur öllum föllnu bönkunum segist Maharaj telja að fyrrverandi forsætisráðherra hafi gert rétt með því að víkja.

„Það ber íslensku þjóðinni góða sögu að hún hafi krafist þess að hann segði af sér. Það ber honum góða sögu að hann hafi sagt af sér,“ segir Maharaj.

Hann leggur áherslu á að engar vísbendingar hafi komið fram um að Sigmundur Davíð hafi staðið í skattaundanskotum eða ólöglegum fjármálagerningum. Það sé þó í raun aukaatriði því sú staðreynd að ráðherrann fyrrverandi hafi átt í félagi, sem tengdist þar að auki uppgjöri föllnu bankanna, og að hann hafi ekki upplýst um það hafi grafið undan trausti almennings.

„Kjarni lýðræðisins er gegnsæi. Almenningur á rétt á gera ráð fyrir því að fólkið sem þjónar honum komi hreint fram og af gegnsæi um alla hagsmuni sína og hann á rétt á að hafa efasemdir um stjórnmálaleiðtoga sem hefur ekki komið hreint fram um hagsmuni sína. Það eru sannarlega lögmætar ástæður fyrir því að eiga eignir erlendis en ef þú ert ekki opinn með eignarhald þitt á þeim þá hefur fólkið rétt á að gruna að ástæður þínar séu ekki lögmætar,“ segir Maharaj.

Sigmundur Davíð gekk út úr viðtali þar sem hann var ...
Sigmundur Davíð gekk út úr viðtali þar sem hann var spurður um aflandsfélagið Wintris. Skjáskot/SVT

Banni huldufélögum að hafa umsvif

Brýnt er fyrir ríki heims að láta til skarar skríða gegn huldufélögum, að mati Maharaj. Samtökin sem hann er í forsvari fyrir hafa lagt fram tillögur í þeim efnum en þar ber helst að lönd taki upp opinbera hagsmunaskráningu þar sem skylt yrði að skrá eigendur og stjórnendur huldufélaga.

Maharaj telur hins vegar óumflýjanlegt að jafnvel við kjöraðstæður yrðu alltaf einhver ríki sem höfnuðu því að taka upp slíka skráningu til þess að geta orðið miðstöð fyrir skráningar á huldufélögum. Því mæla samtökin einnig með því að lönd skyldi borgara sína til að gefa opinberlega upp eignarhald sitt á huldufélögum og banni slíkum félögum að stunda nokkra starfsemi, eiga eignir eða fjárfesta í fasteignum.

„Ef Ísland kæmi á hagsmunaskráningu en Cayman-eyjar ekki þá gæti Ísland ekki gert neitt til þess að neyða Cayman-eyjar til þess. Ísland gæti hins vegar sagt við íslenska borgara að ef þeir eiga hluti í aflandsfélögum á Cayman-eyjum verði þeir að gefa það upp við íslensk yfirvöld. Ríkisstjórn Íslands gæti sagt að öll huldufélög sem eru skráð annars staðar og eigendur og stjórnendur hafa ekki verið skráðir megi ekki stunda viðskipti á Íslandi, eiga eignir á Íslandi eða kaupa fasteignir,“ segir Maharaj.

Alls eru um 11,5 milljón skjöl að finna í pappírunum frá lögmannsstofunni Mossack Fonseca í Panama. Maharaj segir að það eigi eftir að taka sinn tíma fyrir blaðamennina sem hafa þau undir höndum að vinna úr þeim. Óumflýjanlegt sé að stjórnvöld, lögregla og skattayfirvöld í ríkjum heims fái gögnin afhent til að þau geti metið hvort að þeir einstaklingar sem nefndir eru í skjölunum hafi átt félögin í lögmætum eða ólögmætum tilgangi.

„Ef það eru ein skilaboð sem Panamaskjölin senda eru það sú að tími leyndarinnar er liðinn og einstaklingar sem hafa reitt sig á leyniskjöl og huldufélög til að stunda viðskipti gera sér grein fyrir því að sá tími er liðinn,“ segir Maharaj.

mbl.is

Innlent »

Friðheimar fengu nýsköpunarverðlaun SAF

16:30 Friðheimar í Bláskógabyggð eru handhafi nýsköpunarverðlauna Samtaka ferðaþjónustunnar árið 2017. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti Friðheimum verðlaunin við fjölmenna og hátíðlega athöfn á Grand Hótel Reykjavík fimmtudaginn 16. nóvember. Meira »

Dæmdur fyrir hótanir og líkamsárás

16:15 Karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða um 360 þúsund krónur í miskabætur til konu og karls vegna líkamsárásar og hótana. Er um að ræða konu sem maðurinn hafði áður átt stuttlega í sambandi við. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Austurlands. Meira »

Miðpunktur Vesturbæjarins

15:55 Borgarráð hefur samþykkt viljayfirlýsingu milli Knattspyrnufélags Reykjavíkur (KR) og Reykjavíkurborgar um mögulega uppbyggingu á KR-svæðinu við Frostaskjól. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri skipaði með erindisbréfi starfshóp um skipulags- og uppbyggingarmál KR Meira »

Málefnasamningur næst varla um helgina

15:50 Ólíklegt er að Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Vinstri græn ljúki við málefnasamning sinn um helgina í stjórnarmyndunarviðræðum sínum. Meira »

Fundir númer sjö í næstu viku

15:38 Tveir fundir hafa verið boðaðir hjá ríkissáttasemjara í næstu viku í kjaradeilum flugmanna og flugvirkja hjá Icelandair. Fundirnir eru þeir sjöundu í röðinni í báðum tilfellum. Meira »

Auglýsa eftir verki í stað sjómannsins

15:09 Margir sjá á eftir veggmyndinni af sjómanninum sem nýverið prýddi gafl sjávarútvegshússins. Frá því að mála þurfti yfir myndina af sjómanninum hefur Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið í samvinnu við SÍM, Samtök íslenskra myndlistarmanna, undirbúið samkeppni um nýtt listaverk á húsgaflinn og skal verkið hafa skírskotun í sögu sjávarútvegs á Íslandi. Meira »

Bílvelta á Grindavíkurvegi

14:26 Nokkuð var um umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni. Bíll valt á á Grindavíkurvegi þegar ökumaður ók út á vegöxl og missti við það stjórn á bifreiðinni. Fór bíllinn tvær veltur og staðnæmdist á hvolfi að því er fram kemur í tilkynningu lögreglu. Meira »

„Saklaus“ og alvarleg mistök

15:08 „Það sauð svolítið á mér þarna í gærkvöldi,“ segir Jóhannes Helgason, eiginmaður Töru Margrétar Vilhjálmsdóttur, í samtali við mbl.is. Hann birti langa færslu á Facebook í gærkvöldi í kjölfarið á umdeildri færslu inni á facebooksíðu Ligeglad. Meira »

Greip tölvu og gekk út

14:18 Lögreglunni á Suðurnesjum var tilkynnt um þjófnað í verslun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í vikunni. Maður hafði gengið inn í verslunina og haft á brott með sér tölvu. Hann fór síðan inn á salerni og tók tölvuna úr umbúðunum. Meira »

Framtíð Bláfjallasvæðis ræðst af skýrslu

14:18 Skýrsla um vatnsvernd á Bláfjallasvæðinu sem starfshópur á vegum Kópavogsbæjar er að vinna er væntanleg á næstunni. Frekari uppbygging til lengri framtíðar á skíðasvæðinu í Bláfjöllum og í Þríhnjúkagígum ræðst af því hver niðurstaða skýrslunnar verður. Unnið hefur verið að henni í um eitt ár. Meira »

Dagur ekki ábyrgur fyrir skólpleka

14:14 Borgarstjóri Reykjavíkur er ekki ábyrgur fyrir þeim skólpleka sem var vegna bilunar í skólpdælistöðinni við Faxaskjól, en vegna hans var miklu magni skólps veitt í sjóinn án hreinsunar. Þetta kemur fram í svari borgarlögmanns við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina sem kynnt var í borgarráði nýlega. Meira »

Jarðvarmastöðin að Þeistareykjum gangsett

14:13 Landsvirkjun gangsetti í dag 17. aflstöð sína að Þeistareykjum við hátíðlega athöfn. Um er að ræða þriðju jarðvarmastöð fyrirtækisins, en fyrir eru Kröflustöð og gamla gufustöðin í Bjarnarflagi. Þeistareykjastöð er fyrsta jarðvarmastöð sem Landsvirkjun byggir frá grunni. Meira »

Súrnun sjávar ógnar Íslandsmiðum

13:55 „Víðtækar breytingar eru að verða á hafinu – þegar kemur að hitastigi, hafstraumum og efnafræðilegum eiginleikum. Súrnun sjávar er raunveruleg og alvarleg ógn sem stafar að lífríki sjávar.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu íslenskra stjórnvalda á loftlagsþingi Sameinuðu þjóðanna. Meira »

Helmingi fleiri sendingar í kjölfar „Singles Day“

12:59 Töluverð aukning hefur orðið á milli ára í innlendri netverslun í kjölfar „Singles Day“ 11. nóvember sem kenndur er við einhleypa og hefur notið vaxandi vinsælda hér á landi eins og víða um heim. Meira »

„Við höfum ekki fundið heita vatnið“

11:45 „Við höfum ekki fundið heita vatnið ennþá en við höfum fundið hita,“ segir Ólöf Snæhólm Bald­urs­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi Veitna, en í Götu í Laugalandi í Holtum á Suðurlandi er verið að bora eftir 90 gráðu heitu vatni. Meira »

Meiri virkni en síðustu ár

13:42 „Það eru engin ummerki um gos núna,“ segir Hulda Rós Helga­dótt­ir, nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur á Veður­stofu Íslands. Í gær fannst sterk brenni­steinslykt við Kvíaá, sem renn­ur und­an Kví­ár­jökli í suðaust­ur­hluta Öræfa­jök­uls en Hulda segir ekkert benda til goss. Meira »

Há rafleiðni og gas mælist við Múlakvísl

12:05 Há rafleiðni mælist nú í Múlakvísl. Rafleiðnin hefur verið að hækka verulega síðustu tvo daga og mælist nú 430 míkrósímens/cm á meðan lítið vatn er í ánni. Fólki er ráðlagt að vera ekki í nágrenni við ána að óþörfu og varast lægðir í landslagi. Meira »

Skólp fer í sjóinn í átta daga

11:30 Vegna viðhalds á skólpdælustöð við Faxaskjól verður óhreinsuðu skólpi sleppt í sjó við stöðina dagana 20.-27. nóvember. Til þess að verkið gangi eins hratt fyrir sig og mögulegt er verður unnið á vöktum allan sólarhringinn. Mælst er til þess að fólk sé ekki í eða við sjóinn á meðan. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Vetrar og sumarhús í Biskupstungum..
Eigum lausa daga og helgar.- Stutt að Geysi, Gullfossi og Flúðum.. Fallegt umh...
Renault Megane 2007
Renault Megane 20007 - ekinn um 96.000 km, vel við haldið, skoðaður 2017, næsta ...
SKRIFSTOFUHERBERGI
TIL LEIGU 2 SKRIFSTOFUHERBERGI Á GÓÐUM STAÐ VIÐ SÍÐUMÚLA. ANNAÐ ER AÐ HEFÐBUNDIN...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9 og gö...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...