Tími leyndarinnar liðinn

Akaash Maharaj, framkvæmdastjóri alþjóðlegra samtaka þingmanna gegn spillingu.
Akaash Maharaj, framkvæmdastjóri alþjóðlegra samtaka þingmanna gegn spillingu. mbl.is/Eggert

Panamaskjölin sýna að tími leyndarinnar er liðinn, að mati Akaash Maharaj, framkvæmdastjóra alþjóðlegra samtaka þingmanna gegn spillingu. Hann segir lofsvert að íslenska þjóðin hafi krafist afsagnar forsætisráðherra og að hann hafi orðið við kröfunni. Stjórnvöld þurfi að grípa til aðgerða gegn huldufélögum.

Maharaj ræddi um hvað lýðræðisríki geta gert til þess að koma böndum utan um nafnlaus huldufélög sem eru skráð á aflandssvæðum á ráðstefnu um mannréttindi, lýðræðislega ábyrgð, fullveldi ríkja og alþjóðlega stjórnun í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Hann er framkvæmdastjóri GOPAC, alþjóðlegra samtaka þingmanna gegn spillingu.

Í samtali við mbl.is segir Maharaj að það alvarlegasta sem hafi komið fram í Panamaskjölunum sé ekki bara net aflandsfélaga sem afhjúpað var þar heldur fjöldi huldufélaga þar sem raunverulegu eignarhaldi er leynt. Áætlað sé að ríki heims verði af 3,1 milljón milljóna dollara á hverju ári vegna skipulagðra skattaundanbragða, ekki aðeins vegna aflandsfélaga þó.

Gáleysi af stjórnmálamönnum að eiga í aflandsfélögum

Birting Panamaskjalanna hefur leitt í ljós að heimsþekktir einstaklingar, þjóðarleiðtogar, athafnamenn og fleiri hafi átt félög í skattaskjólum, þar á meðal Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra.

Maharaj telur það gáleysislegt af stjórnmálamönnum að eiga hlut í félögum af þessu tagi, ekki síst á tímum þegar mikið vantraust ríkir gagnvart stjórnmálunum, stjórnmálamönnum og opinberum stofnunum.

„Það er gríðarlega mikilvægt að stjórnmálaleiðtogar fari fram með góðu fordæmi og sýni að þeir hafi ekkert að fela. Á endanum hafa þeir sem gegna háum embættum skyldu til að sýna fram á heiðarleika sinn fyrir almenningi. Það er ekki almennings að gera ráð fyrir heiðarleika þeirra,“ segir hann.

Frá ráðstefnunni sem haldin var í Þjóðmenningarhúsinu í dag þar ...
Frá ráðstefnunni sem haldin var í Þjóðmenningarhúsinu í dag þar sem Maharaj var einn frummælenda. mbl.is/Eggert

Gróf undan trausti með að upplýsa ekki um hagsmuni

Spurður um mál Sigmundar Davíðs sem varð uppvís að því að hafa átt hluti í aflandsfélaginu Wintris sem átti kröfur á hendur öllum föllnu bönkunum segist Maharaj telja að fyrrverandi forsætisráðherra hafi gert rétt með því að víkja.

„Það ber íslensku þjóðinni góða sögu að hún hafi krafist þess að hann segði af sér. Það ber honum góða sögu að hann hafi sagt af sér,“ segir Maharaj.

Hann leggur áherslu á að engar vísbendingar hafi komið fram um að Sigmundur Davíð hafi staðið í skattaundanskotum eða ólöglegum fjármálagerningum. Það sé þó í raun aukaatriði því sú staðreynd að ráðherrann fyrrverandi hafi átt í félagi, sem tengdist þar að auki uppgjöri föllnu bankanna, og að hann hafi ekki upplýst um það hafi grafið undan trausti almennings.

„Kjarni lýðræðisins er gegnsæi. Almenningur á rétt á gera ráð fyrir því að fólkið sem þjónar honum komi hreint fram og af gegnsæi um alla hagsmuni sína og hann á rétt á að hafa efasemdir um stjórnmálaleiðtoga sem hefur ekki komið hreint fram um hagsmuni sína. Það eru sannarlega lögmætar ástæður fyrir því að eiga eignir erlendis en ef þú ert ekki opinn með eignarhald þitt á þeim þá hefur fólkið rétt á að gruna að ástæður þínar séu ekki lögmætar,“ segir Maharaj.

Sigmundur Davíð gekk út úr viðtali þar sem hann var ...
Sigmundur Davíð gekk út úr viðtali þar sem hann var spurður um aflandsfélagið Wintris. Skjáskot/SVT

Banni huldufélögum að hafa umsvif

Brýnt er fyrir ríki heims að láta til skarar skríða gegn huldufélögum, að mati Maharaj. Samtökin sem hann er í forsvari fyrir hafa lagt fram tillögur í þeim efnum en þar ber helst að lönd taki upp opinbera hagsmunaskráningu þar sem skylt yrði að skrá eigendur og stjórnendur huldufélaga.

Maharaj telur hins vegar óumflýjanlegt að jafnvel við kjöraðstæður yrðu alltaf einhver ríki sem höfnuðu því að taka upp slíka skráningu til þess að geta orðið miðstöð fyrir skráningar á huldufélögum. Því mæla samtökin einnig með því að lönd skyldi borgara sína til að gefa opinberlega upp eignarhald sitt á huldufélögum og banni slíkum félögum að stunda nokkra starfsemi, eiga eignir eða fjárfesta í fasteignum.

„Ef Ísland kæmi á hagsmunaskráningu en Cayman-eyjar ekki þá gæti Ísland ekki gert neitt til þess að neyða Cayman-eyjar til þess. Ísland gæti hins vegar sagt við íslenska borgara að ef þeir eiga hluti í aflandsfélögum á Cayman-eyjum verði þeir að gefa það upp við íslensk yfirvöld. Ríkisstjórn Íslands gæti sagt að öll huldufélög sem eru skráð annars staðar og eigendur og stjórnendur hafa ekki verið skráðir megi ekki stunda viðskipti á Íslandi, eiga eignir á Íslandi eða kaupa fasteignir,“ segir Maharaj.

Alls eru um 11,5 milljón skjöl að finna í pappírunum frá lögmannsstofunni Mossack Fonseca í Panama. Maharaj segir að það eigi eftir að taka sinn tíma fyrir blaðamennina sem hafa þau undir höndum að vinna úr þeim. Óumflýjanlegt sé að stjórnvöld, lögregla og skattayfirvöld í ríkjum heims fái gögnin afhent til að þau geti metið hvort að þeir einstaklingar sem nefndir eru í skjölunum hafi átt félögin í lögmætum eða ólögmætum tilgangi.

„Ef það eru ein skilaboð sem Panamaskjölin senda eru það sú að tími leyndarinnar er liðinn og einstaklingar sem hafa reitt sig á leyniskjöl og huldufélög til að stunda viðskipti gera sér grein fyrir því að sá tími er liðinn,“ segir Maharaj.

mbl.is

Innlent »

Aldrei fundið fyrir neinu svona sterku

Í gær, 23:52 Elín Emilsson Ingvarsdóttir sem er búsett í Mexíkóborg, segir jarðskjálftann í kvöld hafa verið hryllilega upplifun. Vitað er til að rúmlega 100 manns hafi látið lífið í jarðskjálftanum sem mældist 7,1. Hún segir vera í góðu lagi með þá Íslendinga sem hún þekki í borginni þó þeir séu í áfalli. Meira »

Bátur í vanda úti fyrir Kirkjusandi

Í gær, 22:30 Skip, bátar og kafarar frá björgunarsveitum á höfuðborgarsveitinni voru boðuð út um tíuleytið í kvöld vegna báts sem mögulega er í vanda nálægt Kirkjusandi í Reykjavík. Tilkynning um málið barst frá sjónvarvottum sem voru á gangi við Sæbraut og töldu þeir sig hafa séð lítinn bát í vanda. Meira »

Óábyrgt að ákveða lokun flugvallar 2024

Í gær, 22:24 „Athuganir og áætlanir varðandi byggingu flugvallar í Hvassahrauni eru ófullkomnar og byggjast á frumgreiningu á mörgum þáttum.“ Þetta er meðal þess sem kemur fram í bókun sem Framsókn og flugvallarvinir lögðu fram á fundi borgarstjórnar í dag. Óábyrgt sé að taka ákvörðun um lokun Reykjavíkurflugvallar 2024. Meira »

Fengu símagögn þrátt fyrir kæru

Í gær, 21:54 Lögreglan á Akureyri fékk upplýsingar um notkun á símanúmeri grunaðs manns í frelsissviptingarmáli tæpri klukkustund eftir þinghaldi um kröfuna lauk þrátt fyrir að því hafi verið lýst yfir í framhaldi af uppkvaðningu úrskurðarins að hann yrði kærður til Hæstaréttar. Meira »

Guðmundur fundinn

Í gær, 21:33 Guðmundur Guðmundsson sem lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu lýs­ti eftir nú í kvöld er fundinn.  Meira »

Hafa tekið sér tak í upplýsingamiðlun

Í gær, 21:10 Rafræn könnunarpróf verða lögð fyrir 4. og 7. bekk á næstu dögum. Í fyrra voru al­geng­ustu erfiðleik­arn­ir sem nem­end­ur, kenn­ar­ar og skóla­stjórn­end­ur fundu fyr­ir innslátt­ar­vill­ur við inn­rit­un í próf­in. Nú á að vera búið að fara yfir tölvukerfið og sníða af hina ýmsu agnúa. Meira »

Berjast um að heilla bragðlaukana

Í gær, 20:40 Undanúrslit í keppninni um kokk ársins 2017, fór fram á Kolabrautinni í Hörpu í gær. Tólf matreiðslumenn höfðu unnið sér inn þátttökurétt í undanúrslitunum eftir nafnlaust val dómnefndar byggt á innsendum uppskriftum. Meira »

Eina líkamsræktarstöð bæjarins lokar

Í gær, 21:00 Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt tillögu um að skoðuð verði aðkoma bæjarins að líkamsræktarstöð á Torfsnesi þar sem íþróttahús bæjarins er staðsett. Ástæðan er sú að eina líkamsræktarstöð bæjarins, Stúdíó Dan, lokar í febrúar. Meira »

Ósöluhæfar eignir í lífeyrisskuldbindingar

Í gær, 20:20 Til greina gæti komið að ráðstafa þeim eignum Lindahvols ehf., sem ekki eru söluhæfar, beint til niðurgreiðslu lífeyrisskuldbindinga ríkissjóðs. Þannig væri unnt að hámarka virði þeirra fyrir ríkissjóð. Meira »

Eitthvað bogið við verðlagninguna

Í gær, 20:10 Sigurður Ingi Jóhannson, formaður Framsóknarflokksins gerir stöðu sauðfjárbænda að umfjöllunarefni á Facebook síðu sinni nú í kvöld og segir verðlagningu kindakjöts hvorki þjóna bændum né neytendum. Meira »

Tildrög banaslyssins enn ókunn

Í gær, 20:00 Tildrög banaslyssins sem varð þegar Kanadamaðurinn David Frederik McCord, eða Grampa Dave, féll til jarðar með svifvæng í Reynisfjöru 13. ágúst eru enn ókunn. Meira »

Lögregla lýsir eftir Guðmundi Guðmundssyni

Í gær, 19:43 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Guðmundi Guðmundssyni, 44 ára, en síðast er vitað um ferðir hans í Breiðholti snemma í morgun. Lögregla greindi frá á tíunda tímanum að Guðmundur væri fundinn. Meira »

Standa fyrir átaki í skimun fyrir lifrarbólgu

Í gær, 19:39 70-80% þeirra sem taldir eru hafa verið smitaðir af lifrarbólgu C hér á landi hafa nú hafið meðferð gegn sjúkdóminum. Landspítalinn stendur nú fyrir átaki í skimun fyrir lifrarbólgu C og eru allir sem eru í aukinni áhættu að hafa smitast hvattir til að fara í greiningarpróf. Meira »

Myndirnar segja til um hugarástandið

Í gær, 18:48 Katrín Þóra Víðisdóttir Berndsen uppgötvaði listræna hæfileika á fullorðinsaldri. Hún tók stutt nám á listnámsbraut Verkmenntaskólans á Akureyri, annað hefur hún lært á Youtube. Katrín hefur barist við þunglyndi sem engin lyf hafa unnið á og býður nú greiningar á því athyglisbrestur hafi leitt hafi til þunglyndis. Meira »

Austurbæjarbíó gluggi fyrir ferðamenn

Í gær, 17:54 Gamla Austurbæjarbíó hefur fengið nýtt hlutverk sem gluggi fyrir ferðamenn inn í íslenska sögu, náttúru og samfélag. Sýningin „Tales from Iceland“ opnaði í Austurbæjarbíói í dag en að sýningunni stendur hópur hönnuða og kvikmyndagerðamanna sem hafa unnið að henni í rúmlega fjögur ár. Meira »

Íhuga að óska eftir frekari rannsókn

Í gær, 19:25 Eigendur veitingastaðarins Fresco segjast slegnir vegna fregna af að ungur maður hafi leitað upp á Landspítala eftir að hafa fundið mús í salati sem hann hafði keypt þar, en neytti annars staðar. Fresco skoðar nú hvort það eigi að óska eftir frekari rannsókn á málinu. Meira »

Leka heitavatnslögnin fundin

Í gær, 18:37 Leka lögnin sem flæddi úr í Vesturbænum fyrr í dag er fundin en hún reyndist vera undir Hringbraut. Mest af heita vatninu kom aftur á móti upp á horni Kaplaskjólsvegar og Víðimels og í nálægum brunnum að því er fram kemur í tilkynningu frá Veitum. Meira »

Borgarfulltrúar 23 á næsta kjörtímabili

Í gær, 17:42 Borgarstjórn samþykkti á fundi sínum í dag að fjölga borgarfulltrúum upp í 23 frá og með næsta kjörtímabili, en það er sá lágmarksfjölda fulltrúa sem mælt er fyrir um í sveitarstjórnarlögum. Var tillagan samþykkt með 11 atkvæðum gegn fjórum. Meira »
Viltu auka innkomu þína ? Egat Nuddsteinar og pottur 39.000 kr saman. (basalt nuddsteinar ásamt steinapotti )
Viltu auka business þinn.(Hot Stones) . Hlægilegt verð :Egat Nuddsteinar (Basalt...
Flísar og Fúga Flísalagnir
Vandaðar flísalagnir. Föst verðtilboð eða tímavinna þér að kostnaðarlausu. Vöndu...
Matreiðslubækur og fleiri góðgæti
Gott úrval af notuðum: orðabókum, matreiðslubókum, handbókum, skáldverkum og bar...
Hávaðamengun
Garg í hátalarakerfum SVR Reykjavíkurborgar Getur það virkilega verið satt að yf...
 
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Maat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Athu...
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Útb 20265 vátrygging landsvirkjunar
Tilboð - útboð
Útboð nr. 20265 Vátryggingar...