Framgangan þvert á stefnu Framsóknar

mbl.is/Hjörtur

Framganga stjórnar LÍN á þessu kjörtímabili gagnvart námsmönnum erlendis með samþykki menntamálaráðherra samræmist ekki stefnu Framsóknarflokksins,“ segir í harðroðri ályktun stjórnar Sambands ungra framsóknarmanna þar sem skorað er á ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar, forsætisráðherra og varaformann Framsóknarflokksins, og þingmenn allra flokka að láta máli sig varða og samþykkja ekki fyrirhugaðar breytingar á lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna sem miði að því að skerða kjör íslenskra námsmanna erlendis.

„Þrengt hefur verið að möguleikum íslenskra ungmenna til háskólanáms erlendis með markvissum hætti á grundvelli óvandaðra vinnubragða sem meðal annars eru til umfjöllunar hjá Umboðsmanni Alþingis. 
Stjórn SUF skorar á ríkisstjórn Sigurðar Inga, og þingmenn allra flokka að láta sig þessi mál varða og samþykkja ekki jafn mikilvægar kerfisbreytingar og hér er verið að knýja fram. 
Um gildi þess að gera sem flestum þjóðfélagshópum kleift að sækja sér menntun erlendis þarf ekki að rökræða.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert