Mývetningar flokka rusl

Íbúar í Mývatnssveitinni fara að flokka rusl í júní.
Íbúar í Mývatnssveitinni fara að flokka rusl í júní. mbl.is/Birkir Fanndal Haraldsson

Mývetningar ætla að koma sér upp flokkunarsvæði í landi Grímsstaða til að geta flokkað rusl. Ekki fékkst leyfi frá landeigendum í Reykjahlíð og því var samþykkt að ganga til samninga við bændur á Grímsstöðum.

Breyta þarf aðalskipulagi og skilgreina lóðina því landið var ekki skipulagt sem slíkt. „Það er komið að því að flokka hér í Mývatnssveit eftir áralanga bið,“ segir Jón Óskar Pétursson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps, í Morgunblaðinu í dag. „Við erum búin að vera í umbreytingum á þessu undanfarin tvö ár.

Þetta kemst vonandi í gagnið í júní fyrir heimilin hér í sveitinni. Þá fá allir íbúar sína tunnu og fara að flokka,“ segir Jón.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert