Sungu hástöfum með Gretu Salóme

Það voru kátir leikskólakrakkar sem kvöddu Eurovision-farann Gretu Salóme á torginu í Mosfellsbæ í morgun. Þar kom hún fram og flutti lagið „Hear Them Calling“ sem hún mun flytja í söngvakeppninni sem haldin verður í Stokk­hólmi dag­ana 10., 12. og 14. maí. Krakkarnir héldu sig þó við íslensku útgáfuna en lagið heitir „Ég heyri raddirnar“ upp á okkar ylhýra.

Mosfellsbær er heimabær Gretu Salóme en þetta er annað árið í röð sem framlag Íslands í keppninni eru flutt af Mosfellingum en María Ólafsdóttir sem keppti fyrir hönd Íslands í fyrravor er einnig úr Mosfellsbæ.

mbl.is var á staðnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert