Rigning, slydda og snjór á morgun

Á morgun er spáð rigningu, slyddu eða snjókomu með köflum, …
Á morgun er spáð rigningu, slyddu eða snjókomu með köflum, en úrkomulítið verður um landið sunnanvert. mbl.is/Golli

Búist er við hægt vaxandi norðanátt í nótt, 5-13 m/s um hádegi. Rigning, slydda eða snjókoma með köflum, en úrkomulítið verður um landið sunnanvert. Hiti á morgun frá frostmarki í innsveitum norðaustanlands, upp í 10 stig á Suðausturlandi, samkvæmt spá á vefsíðu Veðurstofu Íslands.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á þriðjudag:
Norðvestan og vestan 10-18 m/s, hvassast um landið norðvestanvert. Þurrt að kalla sunnan- og austanlands, annars rigning, slydda eða snjókoma, einkum norðvestantil. Dregur úr vindi og úrkomu um kvöldið. Hiti um eða rétt yfir frostmarki norðvestanlands, en allt að 8 stig á Suðausturlandi.

Á miðvikudag:
Norðan 5-15, hvassast norðvestanlands. Slydda eða rigning með köflum og hiti 0 til 4 stig, en bjart syðra og hiti 4 til 9 stig.

Á fimmtudag og föstudag:
Ákveðin norðan- og norðvestanátt með rigningu, slyddu eða snjókomu norðantil, en þurrt sunnanlands. Hiti breytist lítið.

Á laugardag:
Breytileg átt 3-8 og bjart með köflum, en stöku él á norðausturhorninu framan af degi. Hiti 2 til 9 stig, mildast sunnan heiða.

Á sunnudag:
Austlæg átt og dálítil væta sunnan- og austanlands, en þurrt annars staðar. Hiti víða 3 til 8 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert