Flæktist í veiðarfæri og féll útbyrðis

Ólafur Jóhannes Friðriksson var búsettur á Hólmavík.
Ólafur Jóhannes Friðriksson var búsettur á Hólmavík. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Sjómaðurinn sem lést norðan Steingrímsfjarðar á Húnaflóa í síðustu viku flækist í veiðarfæri með þeim afleiðingum að hann féll útbyrðis. Ekki liggur fyrir hvort maðurinn hafi drukknað eða hvort hann hafi mögulega rekið sig í og látið lífið af þeim orsökum.

Maðurinn hét Ólafur Jóhannes Friðriksson og var 54 ára. Hann var búsettur á Hólmavík og lét eftir sig konu og fimm uppkomin börn. Lögreglan á Hólmavík og Rannsóknarnefnd sjóslysa fóru með rannsókn málsins og hún á lokastigi. 

Að sögn lögreglu á Hólmavík er ljóst að maðurinn sem var með Ólafi Jóhannesi um borð vann mikið þrekvirki þegar hann náði honum upp úr sjónum og um borð. Brást hann rétt við þegar slysið og óskaði eftir aðstoð Neyðarlínunnar. 

Ólafur Jóhannes var úrskurðaður látinn í bátnum af lækni sem seig niður í hann úr þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Frétt mbl.is: Nafn mannsins sem lést

Frétt mbl.is: Féll útbyrðis og lést

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert