Fylgi Pírata dalar

Fylgi Pírata hefur minnkað um 9% frá því í byrjun …
Fylgi Pírata hefur minnkað um 9% frá því í byrjun apríl. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Fylgi Pírata hefur minnkað um 9% frá því í byrjun apríl samkvæmt nýrri könnun Gallup sem greint var frá í fréttatíma RÚV.

Mælist fylgi Pírata nú 26,6% og er þar með ívið minna en fylgi Sjálfstæðisflokksins sem mældist 27%. Vinstri grænir mældust með 18,4%  og Framsóknarflokkurinn með 11% fylgi. Lítil breyting var á fylgi annarra flokka og mældist Samfylkingin með 8% og Björt framtíð með 5% fylgi.

Fylgi stjórnarinnar mælist því nú 37,3% í stað 34% í síðustu könnun Capacent-Gallup.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert