Rúmlega 20 staðnir að hraðakstri

mbl.is/Þórður

Rúmlega tuttugu ökumenn hafa verið staðnir að hraðakstri í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á undanförnum dögum. Sumir þeirra höfðu ýmislegt fleira en hraðaksturinn á samviskunni.

Tveir höfðu til dæmis aldrei öðlast ökuréttindi. Einn til viðbótar ók sviptur ökuréttindum og var einnig undir áhrifum fíkniefna við aksturinn, að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum.

Þá hafði lögregla afskipti af fimm ökumönnum til viðbótar við hraðakstursökuþórana, sem óku undir áhrifum vímuefna. Tveir voru ölvaðir og annar þeirra sviptur ökuréttindum. Þrír óku undir áhrifum fíkniefna, tveir þeirra sviptir ökuréttindum og sá þriðji á ótryggðri bifreið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert