Zika-sýni voru send utan

Zika-veiran berst með biti moskítóflugna. Engin tilvik hafa greinst í …
Zika-veiran berst með biti moskítóflugna. Engin tilvik hafa greinst í Íslendingum en sýni hafa verið send erlendis til rannsóknar. AFP

Á undanförnum mánuðum hafa sýni úr nokkrum Íslendingum verið send í greiningu vegna gruns um sýkingu af völdum Zika-veirunnar. Ekkert sýnanna reyndist jákvætt, en senda þurfti sýnin úr landi, því ekki er hægt að greina veiruna hér á landi.

Fólkið, sem er „örfáir einstaklingar“ að sögn Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis hjá Embætti landlæknis, hafði verið á þeim slóðum þar sem útbreiðsla Zika-veirunnar er hvað mest; í Suður- og Mið-Ameríku.

Ný skýrsla Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO sýnir að lítið lát virðist vera á útbreiðslu veirunnar, sem m.a. getur valdið dvergvexti á höfði barna, heilaskaða og sjaldgæfum taugasjúkdómi. Enn hefur ekki tekist að þróa mótefni, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert