Óánægja með gjaldtöku

Bílastæði á Þingvöllum
Bílastæði á Þingvöllum mbl.is/RAX

Óánægja er meðal ferðaþjónustufyrirtækja með fyrirkomulag gjaldtöku á bílastæðum og salernum á Þingvöllum.

Til stóð að hefja gjaldtöku á bílastæðunum síðasta haust en því var frestað til 1. maí sl. Aftur var þessu frestað og nú til 16. maí. Rukka á eitt sólarhringsgjald fyrir hvert ökutæki, óháð því hve lengi gestir þjóðgarðsins staldra við, og mishátt eftir stærð ökutækisins.

Þannig er gjaldið 500 krónur fyrir einkabíl, 750 krónur fyrir ferðamannajeppa, 1.500 krónur fyrir litlar rútur og 3.000 krónur fyrir stórar rútur. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Þórir Garðarsson hjá rútufyrirtækinu Gray Line ferðaþjónustufyrirtæki telja það andstætt hugmyndum um álagsstýringu að hafa aðeins möguleika á sólarhringsgjaldi á Þingvöllum. Öll önnur bílastæðakerfi sem hann þekki til séu byggð á tímamælingu, enda sé gjaldtaka á bílastæðum víðast hvar hugsuð til að dreifa álagi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert