Brunað af stað í Breiðholti

Það vantaði ekki kraftinn í þessa hlaupara.
Það vantaði ekki kraftinn í þessa hlaupara. mbl.is/Golli

Hlaupagikkir á öllum aldri létu sig ekki vanta í Breiðholtshlaupið sem var ræst klukkan 11 í morgun. Þrjár vegalengdir voru í boði og var stemningin að vanda góð. Ekki skemmdi fyrir að keppendur fengu að fara frítt í Breiðholtslaugin að hlaupi loknu.

Hlaupið var frá Leiknishúsinu um Elliðaárdalinn og Efra-Breiðholt. Hægt var að taka þátt í tveggja kílómetra skemmtiskokki án tímatöku eða hlaupa 5 eða 10 km með tímatöku. 

Nánar um Breiðholtshlaupið

Það var vel tekið á því í Breiðholtshlaupinu.
Það var vel tekið á því í Breiðholtshlaupinu. mbl.is/Golli
Stemingin var góð í Breiðholtshlaupinu.
Stemingin var góð í Breiðholtshlaupinu. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert