Fjármögnun sjóbaða ekki vandamál

Á höfðanum verða sjóböð sem annað geta 96 þúsund gestum …
Á höfðanum verða sjóböð sem annað geta 96 þúsund gestum á ári. Á næstu lóð er gert ráð fyrir hóteli. Tölvumyndir/Alta

Áætlað er að framkvæmdir hefjist í sumar við heilsutengda baðaðstöðu á Húsavíkurhöfða og að böðin verði komin í notkun 2018.

Kostnaður við fyrsta áfanga framkvæmdanna er áætlaður um 600 milljónir króna og segir Guðbjartur Ellert Jónsson, stjórnarformaður Sjóbaða ehf., að fjármögnun virðist ekki ætla að verða vandamál. Eigið fé verði um 40%, en nokkrir áhugasamir aðilar hafi lýst yfir áhuga á að koma að fjármögnun verkefnisins.

Í þessum áfanga er ráðgert að böðin geti tekið á móti 96 þúsund gestum á ári. Til lengri framtíðar er fyrirhugað að reisa heilsuhótel á höfðanum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert