Hælisleitendur handteknir í Sundahöfn

Mennirnir voru að reyna að komast um borð í millilandaskip.
Mennirnir voru að reyna að komast um borð í millilandaskip. mbl.is/Eggert

Tveir karlmenn voru handteknir á athafnasvæði Eimskips við Sundahöfn á þriðja tímanum í nótt. Mennirnir eru hælisleitendur og voru að reyna að komast um borð í millilandaskip. Mennirnir vistaðir í fangageymslu fyrir rannsókn máls.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.

Þá hafði lögreglan afskipti af nokkrum ökumönnum í gærkvöldi og í nótt sem eru grunaðir um að hafa ekið undir áhrifum áfengis og/eða vímuefna. Einn ökumaður, sem er grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna, er aðeins 17 ára gamall. Foreldri var upplýst um málið. Þá reyndi annar maður að flýja af vettvangi á tveimur jafnfljótum. 

Þá var tilkynnt um slys veitingahúsi við Austurstræti um klukkan tvö í nótt. Kona datt og fékk sár á höfuðið. Sjúkrabifreið fór á vettvang.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert