Óvissa um framtíð leikskólans Mýrar

Frá hátíðarhöldum vegna 25 ára afmælis leikskólans Mýrar 2014.
Frá hátíðarhöldum vegna 25 ára afmælis leikskólans Mýrar 2014. mbl.is/Styrmir Kári

Reykjavíkurborg skoðar þann möguleika að loka leikskólanum Mýri vegna fækkunar leikskólabarna í Vesturbænum.

Sú hugmynd hefur komið fram að leikskólinn Ós við Bergþórugötu, sem rekinn er af foreldrum, flytji í húsnæði Mýrar.

„Þetta mál er í skoðun á skóla- og frístundasviði,“ segir Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs. Foreldrar barna á Mýri fengu bréf um málið og í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Atli Rafn Viðarsson, formaður foreldrafélagsins, að margir foreldrar hefðu tekið bréf borgarinnar óstinnt upp.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert