13% umferðaraukning frá fyrra ári

Umferð á höfuðborgarsvæðinu eykst stöðugt.
Umferð á höfuðborgarsvæðinu eykst stöðugt. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Í apríl sl. var umferð um þrjú mælisnið Vegagerðarinnar á höfuðborgarsvæðinu nærri 13% meiri en í apríl í fyrra. Fleiri bílar hafa aldrei farið um mælisniðin þrjú en frá áramótum hefur umferðin á höfuðborgarsvæðinu aukist um ríflega 7% og það stefnir í samtals 4,6% aukningu í ár.

Þetta kemur fram í frétt á vef Vegagerðarinnar.

Umrædd 12,9% umferðaraukning er mesta aukning milli sömu mánaða sem mælst hefur eftir hrun, en met var sett milli ágústmánaða 2006 og 2007, þegar aukningin var 13,2%.

Umferðin eykst svipað í öllum mælisniðum, sem er athyglisvert, eða frá 12,4 - 13,2%. Yfirleitt munar mun meiru á aukningu milli mælisniða innan sama mánaðar. Metin halda því áfram að falla, nú hefur aldrei áður mælst jafn mikil umferð og í nýliðnum apríl. Umferðin fór í fyrsta sinn yfir 150 þús. bíla að meðaltali á hverjum degi yfir mælisniðin þrjú,“ segir í fréttinni.

Umferð hefur aukist alla vikudaga en mest á sunnudögum, eða um 9,4%. Tölurnar virðast benda til þess að umferðarmynstur höfuðborgarbúa sé að breytast, en miðvikudagar hafa tekið við af föstudögum sem umferðarþyngstu dagar vikunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert