Ekki endilega góð en skiljanleg

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, fyrrverandi utanríkisráðherra og …
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, fyrrverandi utanríkisráðherra og fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, segist ekki viss um hvort ákvörðun Árna Páls Árnasonar, núverandi formanns, um að sækjast ekki eftir endurkjöri sé rétt eða góð fyrir flokkinn, en hún sé óumflýjanleg og skiljanleg.

Árni Páll tilkynnti þetta í gær, eftir að hafa efnt til blaðamannafundar rúmri viku áður til að tilkynna um framboð sitt.

„Árni Páll hefur sýnt meira úthald og seiglu en flestir hafa til að bera og á undanförnum vikum og mánuðum hefur hann sýnt og sannað úr hverju hann er gerður. Ég dáist að þolgæði hans og heilindum í því lævi blandna lofti sem umlykur íslenska pólitík. Árni Páll er drengur góður, það fékk ég sjálf að reyna í þeim hremmingum sem ég gekk í gegnum á árunum 2009 og 2010,“ segir Ingibjörg Sólrún á Facebook.

Hún segist virða ákvörðun Árna Páls og óska honum velfarnaðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert