10 kíló af plasti á 100 dögum

Á veggnum má sjá plastnotkun einstaklings á 100 dögum.
Á veggnum má sjá plastnotkun einstaklings á 100 dögum. Ljósmynd/Þorgeir K. Blöndal

The Problem is Now er lokaverkefni fjögurra fyrsta árs nema við grafíska hönnun í Listaháskóla Íslands. Lilja Björk Runólfsdóttir, Sigurður Ýmir Kristjánsson, Valgerður Gestsdóttir og Þorgeir K. Blöndal komu upp plastvegg á Laugavegi 4-6 þar sem hanga 10 kíló af rusli. Markmið verkefnisins að vekja athygli á plastnotkun einstaklinga, en það tekur eina manneskju að meðaltali um 100 daga að nota 10 kíló af plasti.

 „Þetta er hluti áfanga  í náminu þar sem hver hópur með mismunandi málefni,“ segir Þorgeir í samtali við mbl.is.

Hópnum hans Þorgeirs úthlutað umhverfi. „Við fórum strax að pæla í plasti, aðallega vegna þess hversu margar plastflöskur af vatni eru seldar til túrista. Fljótlega ákváðum við að koma með nýja nálgun á það hvernig er hægt að vekja vitund fólks á plasti.“ Markmiðið var að sjokkera og hugmyndin af plastvegg kom í kjölfarið á því magni plasts sem hópurinn safnaði að sér á meðan hugmyndavinnunni stóð.

„Um leið og við byrjuðum að vinna verkefnið hengdum við upp allt plast sem við notuðum á þeim tíma á vegg við hliðina á borðinu okkar. Þá áttuðum við okkur á því hvernig við gætum sjokkerað fólk með því að sýna því plastmagnið sem það safnar, úti á götu,“ segir Þorgeir.

Hópurinn fékk afnot af vegg við Laugaveg 4-6 í vikunni og var plastverkið fullklárað síðastliðinn þriðjudag. Viðtökurnar hafa verið góðar, og hefur myndbandi af ferli verkefnisins vakið athyglu á Facebook og hefur verið skoðað yfir 34.000 sinnum og hafa tæplega 400 manns deilt myndbandinu.

„Við viljum halda áfram með verkefnið og við höfum fengið póst frá starfsmönnum Reykjavíkurborgar um hvort við viljum vinna svipuð verkefni, en það á eftir að koma í ljós, en við höfum mikinn áhuga á að fylgja þessu eftir eins og við getum,“ segir Þorgeir.

Hvað notar þú mikið af plasti á dag?
Hvað notar þú mikið af plasti á dag? Ljósmynd/Þorgeir K. Blöndal
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert