Sigríður framkvæmdastjóri Pírata

Um 30 manns sóttu um stöðu framkvæmdastjóra Pírata.
Um 30 manns sóttu um stöðu framkvæmdastjóra Pírata. mbl.is/Ómar Óskarsson

Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Pírata. Um þrjátíu manns sóttu um stöðuna.

Sigríður Bylgja er með BA gráðu í HHS (heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði) frá Háskólanum á Bifröst og MSc í Mannvistfræði frá Háskólanum í Lundi, Svíþjóð, að því er kemur fram í tilkynningu á vefsíðu Pírata.

Hún hefur starfað sem verkefnastjóri hjá Starfsgreinasambandi Íslands og Landvernd. Einnig hefur hún starfað hjá utanríkisráðuneytinu og Saga fest. Auk þess var hún handritshöfundur og framleiðandi heimildarmyndarinnar USE LESS í samstarfi við Vesturport og Vakandi.

Af þeim 30 sem sóttu um stöðu framkvæmdastjóra Pírata voru átta boðaðir í viðtöl og umsóknir þeirra lagðar fyrir framkvæmdaráð. Framkvæmdaráð samþykkti einróma að ráða Sigríði Bylgju sem framkvæmdastjóra, samkvæmt tilkynningunni.

Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir.
Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir. Ljósmynd/Skjáskot af vefsíðu Pírata
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert