Lægir en hvessir aftur í kvöld

Hvessa á aftur í kvöld og nótt.
Hvessa á aftur í kvöld og nótt. mbl.is/Ómar Óskarsson

Hvasst hefur verið á landinu en sunnanáttin á að ganga niður með morgninum og draga úr rigningu samkvæmt spá Veðurstofunnar. Það er hins vegar skammgóður vermir því hvessa á aftur í kvöld og nótt. Hiti á Norðausturlandi gæti náð allt að tuttugu stigum á morgun.

Veðurstofan gerir ráð fyrir að víða verði suðvestan 8 – 13 m/s síðdegis og dálítil væta. Hiti 7 til 16 stig, hlýjast norðaustan til.

Í kvöld og nótt hvessir aftur, suðvestan 10 – 15 undir morgun, en 15 – 23 norðvestan- og norðanlands. Smám saman dregur úr vindi þegar líður á morgundaginn, víða 8 – 13 undir kvöld. Dálítil væta af og til á morgun og hiti 8 til 13 stig, en þurrt að mestu norðaustan til og hiti 14 til 20 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert