Þurfa að treysta á gjafir velunnara

Þrengt er að framhaldsskólunum, að mati skólameistara.
Þrengt er að framhaldsskólunum, að mati skólameistara. mbl.is/Golli

Óviðunandi er að þurfa reglulega að biðja stjórnvöld um meira fé til reksturs framhaldsskólanna. Þetta segir Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari Kvennaskólans og formaður Skólameistarafélags Íslands.

Uggur er í skólameisturum, en í óformlegri könnun, sem gerð var á vegum Skólameistarafélags Íslands nýverið, kom m.a. fram að 60% þeirra telja að skólinn sinn verði rekinn með halla í ár.

Rætt er við skólameistara nokkurra framhaldsskóla í Morgunblaðinu í dag um stöðu skólanna. Einn þeirra er Elvar Jónsson, skólameistari Verkmenntaskóla Austurlands, sem segir að nánast allt framlag ríkisins til skólans fari í launakostnað.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert