Þjónustumiðstöð við Skeiðavegamót

Hefja á byggingu þúsund fermetra þjónustumiðstöðvar við Skeiðavegamót austan við Selfoss í sumar. Stefnt er að því að opna þjónustumiðstöðina í apríl á næsta ári.

„Þarna verður flottur íslenskur veitingastaður þar sem fólk getur smakkað mat og bjór úr héraðinu. Við ætlum að leggja áherslu á að kynna íslensk matvæli og drykki,“ segir Viggó Sigursteinsson, talsmaður fjárfesta verkefnisins, í umfjöllun um framkvæmdir þessar í Morgunblaðinu í dag. „Við stílum svolítið inn á ferðamenn og rúturnar. Þarna verður líka eldsneytis- og rafmagnssala.“

Viggó segir að þjónustumiðstöðin ætti að falla vel inn í landið á vistvænan máta. Meðal annars myndu hraun- og grjóthleðslur setja svip sinn á byggingarnar og umgjörð þeirra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert