Í þyrlu á meðan aðrir greiði bílalán

Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Styrmir Kári

„Þarna eru einstaklingar sem við vitum að brutu gegn samfélaginu og hefur verið refsað. Þeir hafa fengið miklar afskriftir og eru með eignir í skattaskjólum, en eru svo að dingla sér í þyrlunni sinni á meðan við hin erum með bílana okkar á bílalánum,“ sagði Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, í þætt­in­um Viku­lok­in á Rás 1.

Katrín sagði umræðu síðustu daga eftir slys þyrlu í eigu Ólafs Ólafssonar sýna að þjóðin er enn í sárum eftir bankahrunið 2008. „Við erum ekki búin að gera þetta hrun nægilega upp og það er mjög stutt í reiðina,“ sagði hún.

Katrín ræddi fréttir vikunnar í þættinum ásamt Drífu Snædal, framkvæmdastjóra Starfsgreinasambandsins, og Willum Þór Þórssyni, þingmanni Framsóknarflokksins. Þyrluslysið bar þar m.a. á góma og breytingar á lögum um fullnustu refsinga.

Fólk verði ekki að betri manneskjum eftir fangelsisvist

Drífa sagði að sín afstaða væri sú að forðast ætti að stinga fólki inn í fangelsi eins og unnt væri þar sem fangelsisvist gerði fólk ekki að betri manneskjum. Samfélagsþjónusta væri fýsilegri kostur. „En ef breytingar á lögum hafa verið sérsniðnar að ákveðnum einstaklingum þá er það ekki í lagi,“ sagði hún.

Willum Þór var fljótur að bregðast við og sagði að lagabreytingarnar hafi síður en svo verið sniðnar að ákveðnum einstaklingum. Um almennar aðgerðir hafi verið að ræða, sem sátt hafi verið um í þinginu. „Það er sorglegt ef umræðan er komin þangað,“ sagði hann.

Katrín tók undir með Drífu um að hún teldi fólk ekki verða að betri manneskjum eftir fangelsisvist. Þá væri gríðarlegt álag á íslenskum fangelsum og fólk þyrfti að bíða lengi eftir að komast inn. „Á meðan erum við að brjóta þetta fólk niður,“ sagði hún og benti á að breytingin á lögunum væri ein leið til að losna við þessa löngu biðlista. „Auðvitað var það ekki þannig að þetta væri sérsniðið að þessum aðilum, en ég skil reiðina.“

Afleiðingar hrunsins sitja enn í fólki

Þá sagði Katrín að Samfylkingin væri dæmi um flokk sem nái ekki að líta nægilega vel til framtíðar og þung mál eins og bankahrunið og afleiðingar þess sætu enn í fólki. Sagði hún að það gæti tekið tvær kosningar til viðbótar fyrir flokkinn að jafna sig. Þá talaði hún fyrir því að allir ferlar yrðu gerðir gagnsærri, svo ekki væri hætta á því að ákveðinn hópur fengi sérmeðferð.

Willum sagði að mikilvægt væri að átta sig á því að um ferli væri að ræða. „Til að breyta hefðum getum við sett reglur en það sem er jafnmikilvægt gerist samhliða og það er viðhorfsbreyting sem er gildislæg,“ sagði hann.

Krafa mótmælenda ekki að Sigmundur Davíð færi í mánaðarfrí

Þá var staða þingflokkanna m.a. rædd og komandi kosningar í haust. Sagði Drífa að hún hefði töluverðar áhyggjur af því að verið væri að draga í land með kosningarnar. „Krafa mótmælenda við Austurvöll var ekki sú að Sigmundur Davíð færi í mánaðarfrí. Krafan var skýr um það að stokka upp og fara í það uppgjör sem hefur leitt okkur til þess að í umgjörðinni er hneigð til að setja peninga hærra en fólk.“

Willum Þór sagði það persónulega skoðun sína að ekki ætti að kjósa í haust, en að hann ætti samt von á því að það yrði gert. Þá sagðist Katrín hafa efast um það um tíma að kosningarnar færu fram í haust og að tími væri kominn til þess að stjórnarflokkarnir gæfu upp dagsetningu á kosningum. „Ég er farin að hallast að því að ef þessi dagsetning fer ekki að koma þá þurfi að grípa til gömlu skotgrafaraðgerðanna,“ sagði hún.

Skoða þyrfti LÍN-frumvarpið mjög vel

LÍN-frumvarpið var einnig rætt og voru Drífa og Katrín sammála um það að í fréttatilkynningu frá menntamálaráðuneytinu hefði frumvarpið verið látið líta betur út en raun bæri vitni. „Þetta var sykurhúðaðasta fréttatilkynning sem ég hef séð. Það hljómaði allt voða vel og fyrirsagnirnar voru flottar en svo þegar maður fór að lesa það sem stóð undir fyrirsögnunum sá maður t.d. að verið er að hækka vextina,“ sagði hún.

Voru viðmælendurnir allir sammála um að skoða þyrfti frumvarpið vel, en Drífa sagði að með því væri síður tekið tillit til stöðu hvers og eins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Hótaði að taka þingið í gíslingu“

00:36 Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sakar Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, um að hafa beitt ógeðfelldum brögðum til að neyða aðra flokka til samkomulags um þinglok, og hótað að taka þingið í gíslingu féllust menn ekki á vilja hans. Meira »

Hellirigning á Suðurlandi

Í gær, 23:19 Spár gera ráð fyrir vaxandi suðaustanátt, 15-23 m/s í kvöld og rigningu, hvassast við suðurströndina. Gert er ráð fyrir 20 m/s í Vestmannaeyjum fyrri hluta nætur. Meira »

Hallbera situr í dómnefnd

Í gær, 22:33 Sendiráð Svíþjóðar hvetur ungt fólk til að velta jafnrétti fyrir sér en sænska ríkisstjórnin er sú fyrsta í heimi með feminíska utanríkismálastefnu. Þau efna því til leiks í tengslum við komu Zöru Larsson til landsins. Hallbera mun sitja í dómnefnd ásamt Ragnhildi Steinunni fjölmiðlakonu. Meira »

„Lengi getur vont versnað“

Í gær, 22:21 „Í grófum dráttum má segja að tvær leiðir hafi verið færar. Annars vegar að takmarka málafjöldann sem mest, og ljúka þinginu á 1-2 dögum. Hins vegar að setja þingfund og hefja vinnu við þessi helstu mál og bæta svo við stjórnarskrá og eftir atvikum öðru sem þingmenn vildu ræða.“ Meira »

„Fer ekkert á milli mála“

Í gær, 22:17 „Það fer ekkert á milli mála að það er eitthvað annað í pokanum en fiskur. Hins vegar kemur tundurduflið ekki í ljós fyrr en þetta er komið inn á dekk, þegar opnað er fyrir pokann.“ Þetta segir Ólafur H. Gunnarsson, skipstjóri á Ljósafelli. Sjá má myndband frá sprengingu duflsins í fréttinni. Meira »

„Galið“ að afgreiða málið í tímapressu

Í gær, 22:13 „Það var okkar mat að það væri alveg galið að ætla sér í tímapressu á allra síðustu dögum fyrir kosningar að setja inn ákvæði af þessu tagi,“ segir Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við mbl.is. Meira »

Alvarlegt bílslys fyrir austan

Í gær, 20:41 Ungur maður kastaðist út úr bifreið sinni í alvarlegu bílslysi á Austurlandi síðdegis í dag. Að sögn lögreglunnar á Egilsstöðum var ökumaðurinn meðvitundarlaus þegar lögreglu bar að garði og var fluttur með sjúkrabíl til Vopnafjarðar. Meira »

Þurfum að hætta að breyta nemendum

Í gær, 20:43 „Nemendur búa yfir ólíkri hæfni og áhugasvið þeirra eru misjöfn. Við þurfum að aðlaga skólakerfið að nemendum í stað þess að reyna stöðugt að breyta þeim.“ Þetta segir Edda Óskarsdóttir um skólakerfið en hún varði nýverið doktorsritgerð sína um nám án aðgreiningar. Meira »

Útrýma hættu af Hádegissteini

Í gær, 20:15 Ákveðið hefur verið vinna að því að útrýma þeirri hættu sem talið er að stafi af Hádegissteini í Hnífsdal. Þetta ákvað bæjarráð Ísafjarðarbæjar á fundi í morgun. Steinninn verður annað hvort sprengdur eða festur niður. Meira »

Sækir fisk í soðið í Djúpavík

Í gær, 20:12 „Þetta var allt til gamans gert og rétt til þess að fá fisk í soðið. Aflinn fer til heimilis og fjölskyldu og afganginn fá vinir og vandamenn,“ segir Ágúst Guðmundsson. Meira »

Innköllunarkerfinu ekki breytt

Í gær, 20:10 Ekki stendur til að breyta fyrirkomulagi innköllunarkerfis heilsugæslunnar þrátt fyrir að sóttvarnarlæknir segi kerfið ófullnægjandi og telji það eigan stóran þátt í þátttaka í bólusetningum barna við 12 mánaða og 4 ára aldur hafi dregist saman á milli ára. Meira »

Sjálfstæðismenn þeir einu sem voru á móti

Í gær, 20:05 Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, greinir frá því á Facebook-síðu sinni í kvöld að hún hafi lagt það til á fundi formanna flokka á Alþingi í dag að sameinast yrði um nýtt breytingaaákvæði við stjórnarskrá. Meira »

Kennir túlkun tarotspila

Í gær, 19:45 Spinna örlaganornirnar örlög okkar eða höfum við sjálf eitthvað um framtíð okkar að segja? Guðrún Tinna Thorlacius, markþjálfi og hómópati, er ekki svo viss um að Urður, Verðandi og Skuld sitji sveittar saman að spinna örlög manna, en hún segir að ástæða sé fyrir öllum okkar ákvörðunum. Hún hefur því einsett sér að kenna fólki að setja sér markmið og læra að þekkja þá braut sem það er á og leiðrétta ef þörf reynist. Ein leið er að hennar sögn að nýta sér aðstoð svokallaðra tarotspila. Meira »

Listræn ljósmóðir sem málar og skrifar

Í gær, 18:58 „Nei alls ekki, þetta er bara áhugamál,“ segir Inga María Hlíðar Thorsteinson hjúkrunarfræðingur spurð um myndlist sína en hún hefur málað og haldið myndlistarsýningu þrátt fyrir að hafa í nægu að snúast bæði í námi og starfi sem hjúkrunarfræðingur og nú verðandi ljósmóðir. Meira »

Greiða Guðmundi tvær og hálfa milljón

Í gær, 18:34 „Málinu er lokið með því að við greiðum 2,5 milljónir í málskostnað og miskabætur,“ segir Margrét Magnúsdóttir, skrifstofustjóri Ríkisútvarpsins í samtali við mbl.is. RÚV mun greiða Guðmundi Spartakusi tvær og hálfa milljón vegna ummæla í sjö fréttum í miðlum RÚV í fyrra. Meira »

Brottvísun geti valdið óafturkræfu tjóni

Í gær, 19:17 „Það er því alveg ljóst að öryggi og velferð fjölskyldunnar er hætta búin verði henni vísað frá Íslandi,“ segir Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður fimm manna fjölskyldu frá Gana. Kærunefnd útlendingamála staðfesti í dag ákvörðun Útlendingastofnunar um að fjölskyldan skuli yfirgefa landið. Meira »

Allir flokkar nema tveir náðu samkomulagi

Í gær, 18:39 Samkomulag liggur fyrir á milli allra flokka nema Samfylkingar og Pírata um lok þingstarfa á Alþingi. Þeir tveir flokkar setja sig hins vegar ekki upp á móti þeim málum sem verða sett á dagskrá á þingfundi sem boðaður verður á morgun. Meira »

Gæsluvarðhald vegna gruns um peningaþvætti

Í gær, 18:21 Hæstiréttur staðfesti í dag að nígerískur karlmaður skuli áfram sæta gæsluvarðhaldi vegna gruns um peningaþvætti. Varnaraðili hafði kært úrskurð héraðsdóms Reykjavíkur en þar segir að manninum sé gert að sæta gæsluvarðhaldi til 19. október. Meira »
Getum útvegað allt frá Bretlandi á mun lægra verði........
Getum útvegað allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnuvélum, trak...
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...
NUDD- LÁTTU DEKRA VIÐ ÞIG.
HEITIR STEINAR OG OLIA- STURTA OG HANDKLÆÐI Á STAÐNUM NUDD GEFUR SLÖKUN OG...
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Rafræn kosning hofsprestakall
Tilkynningar
Auglýsing um prestskosningu í Hofspr...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...
L edda 6017092619 i
Félagsstarf
? EDDA 6017092619 I Mynd af auglýsin...