Í þyrlu á meðan aðrir greiði bílalán

Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Styrmir Kári

„Þarna eru einstaklingar sem við vitum að brutu gegn samfélaginu og hefur verið refsað. Þeir hafa fengið miklar afskriftir og eru með eignir í skattaskjólum, en eru svo að dingla sér í þyrlunni sinni á meðan við hin erum með bílana okkar á bílalánum,“ sagði Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, í þætt­in­um Viku­lok­in á Rás 1.

Katrín sagði umræðu síðustu daga eftir slys þyrlu í eigu Ólafs Ólafssonar sýna að þjóðin er enn í sárum eftir bankahrunið 2008. „Við erum ekki búin að gera þetta hrun nægilega upp og það er mjög stutt í reiðina,“ sagði hún.

Katrín ræddi fréttir vikunnar í þættinum ásamt Drífu Snædal, framkvæmdastjóra Starfsgreinasambandsins, og Willum Þór Þórssyni, þingmanni Framsóknarflokksins. Þyrluslysið bar þar m.a. á góma og breytingar á lögum um fullnustu refsinga.

Fólk verði ekki að betri manneskjum eftir fangelsisvist

Drífa sagði að sín afstaða væri sú að forðast ætti að stinga fólki inn í fangelsi eins og unnt væri þar sem fangelsisvist gerði fólk ekki að betri manneskjum. Samfélagsþjónusta væri fýsilegri kostur. „En ef breytingar á lögum hafa verið sérsniðnar að ákveðnum einstaklingum þá er það ekki í lagi,“ sagði hún.

Willum Þór var fljótur að bregðast við og sagði að lagabreytingarnar hafi síður en svo verið sniðnar að ákveðnum einstaklingum. Um almennar aðgerðir hafi verið að ræða, sem sátt hafi verið um í þinginu. „Það er sorglegt ef umræðan er komin þangað,“ sagði hann.

Katrín tók undir með Drífu um að hún teldi fólk ekki verða að betri manneskjum eftir fangelsisvist. Þá væri gríðarlegt álag á íslenskum fangelsum og fólk þyrfti að bíða lengi eftir að komast inn. „Á meðan erum við að brjóta þetta fólk niður,“ sagði hún og benti á að breytingin á lögunum væri ein leið til að losna við þessa löngu biðlista. „Auðvitað var það ekki þannig að þetta væri sérsniðið að þessum aðilum, en ég skil reiðina.“

Afleiðingar hrunsins sitja enn í fólki

Þá sagði Katrín að Samfylkingin væri dæmi um flokk sem nái ekki að líta nægilega vel til framtíðar og þung mál eins og bankahrunið og afleiðingar þess sætu enn í fólki. Sagði hún að það gæti tekið tvær kosningar til viðbótar fyrir flokkinn að jafna sig. Þá talaði hún fyrir því að allir ferlar yrðu gerðir gagnsærri, svo ekki væri hætta á því að ákveðinn hópur fengi sérmeðferð.

Willum sagði að mikilvægt væri að átta sig á því að um ferli væri að ræða. „Til að breyta hefðum getum við sett reglur en það sem er jafnmikilvægt gerist samhliða og það er viðhorfsbreyting sem er gildislæg,“ sagði hann.

Krafa mótmælenda ekki að Sigmundur Davíð færi í mánaðarfrí

Þá var staða þingflokkanna m.a. rædd og komandi kosningar í haust. Sagði Drífa að hún hefði töluverðar áhyggjur af því að verið væri að draga í land með kosningarnar. „Krafa mótmælenda við Austurvöll var ekki sú að Sigmundur Davíð færi í mánaðarfrí. Krafan var skýr um það að stokka upp og fara í það uppgjör sem hefur leitt okkur til þess að í umgjörðinni er hneigð til að setja peninga hærra en fólk.“

Willum Þór sagði það persónulega skoðun sína að ekki ætti að kjósa í haust, en að hann ætti samt von á því að það yrði gert. Þá sagðist Katrín hafa efast um það um tíma að kosningarnar færu fram í haust og að tími væri kominn til þess að stjórnarflokkarnir gæfu upp dagsetningu á kosningum. „Ég er farin að hallast að því að ef þessi dagsetning fer ekki að koma þá þurfi að grípa til gömlu skotgrafaraðgerðanna,“ sagði hún.

Skoða þyrfti LÍN-frumvarpið mjög vel

LÍN-frumvarpið var einnig rætt og voru Drífa og Katrín sammála um það að í fréttatilkynningu frá menntamálaráðuneytinu hefði frumvarpið verið látið líta betur út en raun bæri vitni. „Þetta var sykurhúðaðasta fréttatilkynning sem ég hef séð. Það hljómaði allt voða vel og fyrirsagnirnar voru flottar en svo þegar maður fór að lesa það sem stóð undir fyrirsögnunum sá maður t.d. að verið er að hækka vextina,“ sagði hún.

Voru viðmælendurnir allir sammála um að skoða þyrfti frumvarpið vel, en Drífa sagði að með því væri síður tekið tillit til stöðu hvers og eins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Tveir ökumenn undir áhrifum í nótt

06:12 Tveir ökumenn voru stöðvaðir í nótt grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Blóðsýni var tekið úr þeim báðum og þeim sleppt að henni lokinni. Báðir ökumennirnir voru teknir í nágrenni miðbæjarins. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Meira »

Boða fund að loknu sumarleyfi

05:30 Skrifstofa borgarstjórans í Reykjavík hefur sent Morgunblaðinu athugasemd vegna fréttar á forsíðu blaðsins í gær. Í umræddri frétt var fjallað um gagnrýni Samtaka iðnaðarins á störf byggingarfulltrúans í Reykjavík. Meira »

Lundaralli frestað vegna bilunar

05:30 Ekki tókst að ljúka lundaralli II þar sem holumyndavél bilaði að sögn Ingvars Atla Sigurðssonar, forstöðumanns Náttúrustofu Suðurlands. Hann segir að hin myndavélin sem notuð er hafi bilað í fyrra rallinu. Meira »

Unnið ítarlega að breytingum

05:30 Nákvæmra áætlana varðandi breytingar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í kjölfar úttektar á vegum Embættis landlæknis á stofnuninni er að vænta ágúst eða september, segir Halldór Jónsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Meira »

Sorptunnur yfirfullar í Þorlákshöfn

05:30 Töluverð óánægja er með nýtt fyrirkomulag sorphirðu í Þorlákshöfn. Í umræðuhópi íbúa á Facebook hafa margir lýst því að sorptunnur þeirra séu yfirfullar og illa lyktandi. Meira »

Meðalmálsmeðferðartími mun styttri

05:30 Meðalmálsmeðferðartími kærunefndar útlendingamála vegna kæra einstaklinga sem fengið höfðu synjun um alþjóðlega vernd hér á landi styttist verulega á milli áranna 2015 og 2016. Meira »

Grænlita Grafarlæk

05:30 Enn hefur ekki tekist að finna hvaðan olían í Grafarlæk kemur, en um hádegisbil í dag verður litarefni sett í lagnirnar hjá Veitum til að rekja mögulegar leiðir mengunarinnar. Meira »

Borgin fimm ár að afgreiða mál

05:30 Jón Ólafur Ólafsson arkitekt segir byggingarfulltrúa í Reykjavík hafa verið fimm ár að afgreiða umsókn. Vegna þessara tafa hafi milljónir tapast. Meira »

Ítrekað brotið á leiðsögumönnum

05:30 Leiðsögn - félag leiðsögumanna hefur nú ítrekað kröfur sínar til launagreiðenda leiðsögumanna um skyldur til að greiða leiðsögumönnum að lágmarki laun samkvæmt kjarasamningi ásamt iðgjöldum til sjóða félagsins. Meira »

Harður árekstur á Grensásvegi

Í gær, 23:38 Harður árekstur varð nú á tólfta tímanum á gatnamótum Grensásvegar og Miklubrautar þar sem að tveir bílar skullu saman.  Meira »

Fótbrotnaði í mótorkrossbraut

Í gær, 23:27 Maður slasaðist á mótorkrosshjóli í Bolaöldu rétt fyrir átta í kvöld. Að sögn lögreglunnar á Selfossi þá var maðurinn á ferð á mótorkrossbraut sem er á svæðinu þegar hann datt og fótbrotnaði. Meira »

Eldur logaði í stút gaskúts

Í gær, 22:39 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað að húsi í Kópavoginum um áttaleytið í kvöld, eftir að eldur kviknaði á stút gaskúts undir gasgrilli þar sem verið var að grilla. Meira »

Fékk áfall undir stýri og ók út af

Í gær, 22:25 Umferðaróhapp varð á Fjarðarheiði á Austfjörðum í dag þegar eldri maður keyrði útaf veginum. Vegfarendur sem komu að manninum látnum hófu strax endurlífgunartilraunir og hringdu á lögreglu. Meira »

Almenningur fær að tjá sig um fjársjóðsleitina

Í gær, 21:10 Almenningur mun geta tjáð sig um starfsleyfisumsókn bresku fjársjóðsleitarmannanna að sögn forstjóra Umhverfisstofnunnar. Umsóknin hafi verið send til umsagnar og muni svo fara í hefðbundið ferli. Meira »

Þyrlan sótti veikan sjómann

Í gær, 20:32 Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti veikan sjómann í dag á fiskiskipi við strendur Norðurlands. Samkvæmt upplýsingum frá gæslunni fór þyrlan í loftið um fimmleytið og lenti þremur klukkutímum síðar, um áttaleytið, við Borgarspítala. Meira »

Varðhald framlengt til 18. ágúst

Í gær, 21:57 Hæstirétt­ur staðfesti í dag úr­sk­urð Héraðsdóms Reykjavíkur um að karlmaður, sem grunaður er um að hafa orðið Arn­ari Jóns­syni Asp­ar að bana í Mosfellsdal í síðasta mánuði, sæti áfram­hald­andi fjög­urra vikna gæslu­v­arðhaldi. Meira »

Lengi að telja 31 unga á sundi

Í gær, 20:58 „Ég var lengi að telja þá alla því þeir voru alltaf að fara í kaf. Þetta var alveg glæsilegt,“ segir Sigurjón Guðmundsson áhugaljósmyndari sem tók í gær mynd af toppönd með hvorki meira né minna en 31 unga á sundi á Skorradalsvatni í Skorradal. Meira »

Býr til líkjör úr íslenskri mjólk

Í gær, 20:30 „Ég er bara búinn að vera að dunda mér við þetta í eldhúsinu heima,“ segir Pétur Pétursson, en hann hefur verið að þróa íslenskan mjólkurlíkjör sem unninn er úr rjómablandi og alkóhóli úr mysu. Meira »
Gisting í Biskupstungum..
Hlý og falleg 2ja-4urra manna herb. -Leiksvæði og heitur pottur.. Velkomin.....
Gott skrifstofuhúsnæði til leigu.
Til leigu er 197 ferm. skrifstofuhúsnæði við Bíldshöfða. Skiptist í móttöku, fim...
Mánatún 3ja herb. m. stæði í bílagemyslu
Glæsileg 3ja herb. íbúð á 5 hæð með stæði í bílageymlsu til leigu. Allar innrétt...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...
Skrifstofustjóri
Stjórnunarstörf
Skrifstofustjóri óskast til starfa hjá ...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...