Í þyrlu á meðan aðrir greiði bílalán

Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Styrmir Kári

„Þarna eru einstaklingar sem við vitum að brutu gegn samfélaginu og hefur verið refsað. Þeir hafa fengið miklar afskriftir og eru með eignir í skattaskjólum, en eru svo að dingla sér í þyrlunni sinni á meðan við hin erum með bílana okkar á bílalánum,“ sagði Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, í þætt­in­um Viku­lok­in á Rás 1.

Katrín sagði umræðu síðustu daga eftir slys þyrlu í eigu Ólafs Ólafssonar sýna að þjóðin er enn í sárum eftir bankahrunið 2008. „Við erum ekki búin að gera þetta hrun nægilega upp og það er mjög stutt í reiðina,“ sagði hún.

Katrín ræddi fréttir vikunnar í þættinum ásamt Drífu Snædal, framkvæmdastjóra Starfsgreinasambandsins, og Willum Þór Þórssyni, þingmanni Framsóknarflokksins. Þyrluslysið bar þar m.a. á góma og breytingar á lögum um fullnustu refsinga.

Fólk verði ekki að betri manneskjum eftir fangelsisvist

Drífa sagði að sín afstaða væri sú að forðast ætti að stinga fólki inn í fangelsi eins og unnt væri þar sem fangelsisvist gerði fólk ekki að betri manneskjum. Samfélagsþjónusta væri fýsilegri kostur. „En ef breytingar á lögum hafa verið sérsniðnar að ákveðnum einstaklingum þá er það ekki í lagi,“ sagði hún.

Willum Þór var fljótur að bregðast við og sagði að lagabreytingarnar hafi síður en svo verið sniðnar að ákveðnum einstaklingum. Um almennar aðgerðir hafi verið að ræða, sem sátt hafi verið um í þinginu. „Það er sorglegt ef umræðan er komin þangað,“ sagði hann.

Katrín tók undir með Drífu um að hún teldi fólk ekki verða að betri manneskjum eftir fangelsisvist. Þá væri gríðarlegt álag á íslenskum fangelsum og fólk þyrfti að bíða lengi eftir að komast inn. „Á meðan erum við að brjóta þetta fólk niður,“ sagði hún og benti á að breytingin á lögunum væri ein leið til að losna við þessa löngu biðlista. „Auðvitað var það ekki þannig að þetta væri sérsniðið að þessum aðilum, en ég skil reiðina.“

Afleiðingar hrunsins sitja enn í fólki

Þá sagði Katrín að Samfylkingin væri dæmi um flokk sem nái ekki að líta nægilega vel til framtíðar og þung mál eins og bankahrunið og afleiðingar þess sætu enn í fólki. Sagði hún að það gæti tekið tvær kosningar til viðbótar fyrir flokkinn að jafna sig. Þá talaði hún fyrir því að allir ferlar yrðu gerðir gagnsærri, svo ekki væri hætta á því að ákveðinn hópur fengi sérmeðferð.

Willum sagði að mikilvægt væri að átta sig á því að um ferli væri að ræða. „Til að breyta hefðum getum við sett reglur en það sem er jafnmikilvægt gerist samhliða og það er viðhorfsbreyting sem er gildislæg,“ sagði hann.

Krafa mótmælenda ekki að Sigmundur Davíð færi í mánaðarfrí

Þá var staða þingflokkanna m.a. rædd og komandi kosningar í haust. Sagði Drífa að hún hefði töluverðar áhyggjur af því að verið væri að draga í land með kosningarnar. „Krafa mótmælenda við Austurvöll var ekki sú að Sigmundur Davíð færi í mánaðarfrí. Krafan var skýr um það að stokka upp og fara í það uppgjör sem hefur leitt okkur til þess að í umgjörðinni er hneigð til að setja peninga hærra en fólk.“

Willum Þór sagði það persónulega skoðun sína að ekki ætti að kjósa í haust, en að hann ætti samt von á því að það yrði gert. Þá sagðist Katrín hafa efast um það um tíma að kosningarnar færu fram í haust og að tími væri kominn til þess að stjórnarflokkarnir gæfu upp dagsetningu á kosningum. „Ég er farin að hallast að því að ef þessi dagsetning fer ekki að koma þá þurfi að grípa til gömlu skotgrafaraðgerðanna,“ sagði hún.

Skoða þyrfti LÍN-frumvarpið mjög vel

LÍN-frumvarpið var einnig rætt og voru Drífa og Katrín sammála um það að í fréttatilkynningu frá menntamálaráðuneytinu hefði frumvarpið verið látið líta betur út en raun bæri vitni. „Þetta var sykurhúðaðasta fréttatilkynning sem ég hef séð. Það hljómaði allt voða vel og fyrirsagnirnar voru flottar en svo þegar maður fór að lesa það sem stóð undir fyrirsögnunum sá maður t.d. að verið er að hækka vextina,“ sagði hún.

Voru viðmælendurnir allir sammála um að skoða þyrfti frumvarpið vel, en Drífa sagði að með því væri síður tekið tillit til stöðu hvers og eins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Skóflustunga að hjúkrunarheimili

Í gær, 23:50 Fyrsta skóflustungan að nýju hjúkrunarheimili við Sléttuveg var tekin í dag. Er það hluti af nýju 21 þúsund fermetra öldrunarsetri í Fossvogi. Skóflustunguna tóku þeir Guðmundur Hallvarðsson, fyrrverandi formaður Sjómannadagsráðs, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, og Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra. Meira »

Færri komust í flugið en vildu

Í gær, 22:46 „Þetta er sérstaklega vont þegar það er ófært landleiðina líka,“ segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect. Veður hefur hamlað flugsamgöngum til og frá Ísafirði í vikunni en veðurspár gera áfram ráð fyrir miklu hvassviðri víða um land. Meira »

Skipstjórinn fagnar rannsókninni

Í gær, 22:12 „Ég fagna þessari rannsókn af heilum hug,“ segir Víðir Jónsson, skipstjóri til 20 ára á Kleifabergi. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri útgerðarfélagsins Brims, sagði fyrr í kvöld að hann hygðist á morgun kæra myndband sem birt var í kvöldfréttum RÚV til lögreglu. Meira »

Fagna því að konur rjúfi þögnina

Í gær, 22:07 Ung vinstri græn, Uppreisn, Samband ungra framsóknarmanna, Ungir jafnaðarmenn, Ungir sjálfstæðismenn og Ungir píratar fagna því að konur séu að stíga fram og rjúfa þögnina um kynferðislega áreitni, ofbeldi og valdbeitingu innan stjórnmála. Meira »

Forsendur fyrir stofnun hálendisþjóðgarðs

Í gær, 21:22 „Stofnun miðhálendisþjóðgarðs er fullkomlega gerleg. Það eru allar forsendur fyrir hendi. Það yrðu stórkostlegar framfarir ef Alþingi myndi samþykkja að stofna slíkan þjóðgarð,“ segir Árni Finnsson um miðhálendisþjóðgarð. Meira »

Vitlaust veður næstu tvo sólarhringa

Í gær, 20:48 Vaxandi lægð fyrir austan land ásamt öflugri hæð yfir Grænlandi veldur því að næstu tvo sólarhringa verður nær samfellt hríðarveður með skafrenningi frá Vestfjörðum og austur á land. Meira »

Vinningsmiði keyptur í Noregi

Í gær, 20:20 Fyrsti vinn­ing­ur gekk ekki út í Vík­ingalottó­inu í kvöld en einn hlaut annan vinning. Sá heppni keypti miðann í Noregi en hann hlýtur 381 milljón í sinn hlut. Meira »

„Ég veit bara að ég er miður mín“

Í gær, 20:40 „Sum segja mig gera lítið úr kynferðisofbeldi með þessari fyrri færslu um sektarkennd vegna kynlífs sem ekki átti að eiga sér stað. Það var alls ekki ætlunin.“ Þetta skrifar þingmaðurinn fyrrverandi Gunnar Hrafn Jónsson á Facebook. Meira »

„Verður kært strax í fyrramálið“

Í gær, 20:09 „Það þarf að rannsaka þetta. Þetta er kolólöglegt,“ segir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, í samtali við mbl.is. Hann vill komast til botns í því hvernig myndband, sem tekið var um borð í Kleifabergi, varð til og hver stóð að baki brottkastinu sem í því birtist. Meira »

Deilt um nokkur lykilatriði

Í gær, 19:57 Aðalmeðferð í máli ákærrvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni fyrir stórfellda líkamsárás í tengslum við andlát Arnars Jónssonar Aspar hófst í dag. Mörg atriði eru óumdeild í tengslum við málið, en þó nokkur atriði standa þó út af og var framburður vitna í mörgum lykilatriðum ekki samhljóða. Meira »

Mikill áhugi á jafnréttisþingi

Í gær, 19:26 Jafnréttisþing Garðaskóla var haldið í annað sinn í gær, en þar er nemendum boðið upp á málstofur og smiðjur tengdar jafnréttismálum. Meira »

Vísað af heimili og sætir nálgunarbanni

Í gær, 18:39 Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur sem fyrr í nóvember dæmdi að maður skyldi sæta brottvísun af heimili og nálgunarbanni í fjórar vikur. Maðurinn má ekki koma nær heimili brotaþola, konu sem hann átti í sambandi við, en 50 metra. Hann má ekki nálgast hana á almannafæri eða setja sig í samband við hana með öðrum hætti. Meira »

Finnst ljótu handritin áhugaverðust

Í gær, 18:27 Hún las Ódysseifskviðu Hómers barn að aldri og heillaðist. Hún veit ekkert skemmtilegra en að gramsa í útkrotuðum handritum sem flestir hafa engan áhuga á, af því þau eru talin vera ljót. Hún les á milli línanna í tilfinningar kennara og/eða nemenda sem birtast í glósum á spássíum miðaldahandrita. Meira »

Vegum víða lokað vegna veðurs

Í gær, 17:57 Þjóðvegur 1 er lokaður um Skeiðarársand, frá Lómagnúpi að Jökulsárlóni. Einnig eru Mývatns- og Möðrudalsöræfi lokuð og þá er óvissustig á Flateyrarvegi og í Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu. Meira »

Gefa út áætlun um neyðarrýmingu

Í gær, 17:15 Ef til neyðarrýmingar kemur vegna eldgoss í Öræfajökli skulu þeir sem búa í námunda við jökulinn fara stystu leið að bæjunum Svínafelli 1, Hofi 1 eða Hnappavöllum 2. Þar skulu þeir bíða frekari fyrirmæla í bílum sínum. Meira »

Jón: „Vildi ekki valda neinum skaða“

Í gær, 18:12 Jón Trausti Lúthersson segist ekki hafa veitt Arnari Jónssyni Aspar neina áverka. Fyrr í dag hafði Sveinn Gestur Tryggvason, sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás í tengslum við andlát Arnars, sagt að Arnar og Jón Trausti hefðu tekist á og að Jón Trausti hefði lamið Arnar með neyðarhamri. Meira »

Þeir fyrstu að koma til Egilsstaða

Í gær, 17:31 Fyrstu farþegarnir, sem voru í rútunni sem ók aftan á snjóplóg á Austurlandi fyrr í dag, eru væntanlegir til Egilsstaða á hverri stundu. Að sögn aðgerðarstjóra lögreglunnar á Egilsstöðum hefur ferðin sóst hægt enda er vont veður og blint á fjallvegum. Meira »

Birtingin ekki borin undir Geir

Í gær, 17:14 Birting á endurriti af símtali Davíðs Oddsonar, þáverandi seðlabankastjóra, og Geirs Haarde, þáverandi forsætisráðherra, var ekki borin undir Geir. Endurritið var birt í Morgunblaðinu á laugardag en Geir segir í svari við fyrirspurn Vísis að það hafi ekki verið borið undir hann. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Rafhlöður fyrir neyðarljós allar gerðir
Með lóðeyrum, vírum eða tengjum. Smíðum allar gerðir af neyðarljósarafhlöðum . N...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
L edda 6017112119 i h&v
Félagsstarf
? EDDA 6017112119 I H&V; Mynd af augl...
Skipulag
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar Sv...