Búast við góðum stórlaxagöngum

Búast má við að göngur á stórlaxi verði allgóðar í …
Búast má við að göngur á stórlaxi verði allgóðar í sumar. mbl.is/Einar Falur Ingólfsson

Búast má við að göngur á stórlaxi verði allgóðar á komandi veiðisumri. Meiri óvissa er um hvernig smálaxagöngurnar verða.

Veiðimenn geta alla vega ekki gengið út frá því sem vísu að fá annað eins veiðisumar á smálaxi og í fyrra, að því er fram kemur í umfjöllun um veiðhorfur sumarsins í Morgunblaðinu í dag.

Bráðabirgðatölur Guðna Guðbergssonar hjá Veiðimálastofnun um laxveiðina á síðasta ári eru birtar í fréttabréfi Landssambands veiðifélaga. Fiskigengd í árnar og veiði var með því mesta sem þekkist. Veiðin byggðist að mestu á laxi sem dvalið hefur eitt ár í sjó, svokölluðum smálaxi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert