Framkvæmdir við Jökulsárlón

Jökulsárlón er með þekktari náttúruperlum landsins.
Jökulsárlón er með þekktari náttúruperlum landsins. mbl.is/Ómar

Framkvæmdir sem standa yfir við Jökulsárlón hafa vakið þó nokkra athygli en í vefmyndavél Mílu má fylgjast með stórri gröfu hella jarðvegi út í lónið.

Samkvæmt upplýsingum mbl.is er um að ræða viðhaldsframkvæmdir á vegum Vegagerðarinnar en unnið er að því að styrkja grjótvörn sem er undir vatnsborðinu í Jökulsá.

Að sögn Björns Inga Jónssonar, bæjarstjóra Hornafjarðar, kemur grjótvörnin í veg fyrir að stórir ísjakar geti runnið niður ána og á brúna og valdið þannig skemmdum á brúnni.

Framkvæmdirnar hófust í síðustu viku, en verkið er unnið á tveggja til þriggja ára fresti, þegar grjótvörnin er farin að láta á sjá.

Hér má fylgjast með Jökulsárlóni úr vefmyndavél Mílu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert