Bílvelta í Kolgrafafirði

Kolgrafarfjörður, síldarsmölun á bátum og sprengjum.
Kolgrafarfjörður, síldarsmölun á bátum og sprengjum. Árni Sæberg

Bílvelta varð skammt frá brúnni yfir Kolgrafarfjörð um klukkan hálfníu í morgun. Bíllinn fór eina veltu en ökumaðurinn, sem var einn í bílnum, var með meðvitund þegar óskað var eftir aðstoð.

Sjúkrabíll var sendur af staðinn og fór lögregla í Ólafsvík á vettvang.

Uppfært 16:00

Ökumaðurinn hafði samband við fréttastofu og lét vita að bifreiðin hefði aðeins farið eina veltu, en upphaflega var talað um að hún hefði farið nokkrar veltur. Hann telur að dekk hafi sprungið sem leiddi tli þess að hann missti stjórn á bifreiðinni með fyrrgreindum afleiðingum. Hann kallaði sjálfur eftir aðstoð og leitaði síðan til læknis á heilsugæslu. Hann hlaut minniháttar áverka. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert