Þrýst á um tvöföldun

Ný Hvalfjarðargöng myndu liggja samsíða eldri göngum en 15-20 metrum …
Ný Hvalfjarðargöng myndu liggja samsíða eldri göngum en 15-20 metrum innar í firðinum. Verktími er talinn 3-4 ár. Ljósmynd/Spölur

Tvöföldun Hvalfjarðarganga er brýnt öryggisatriði og hefur umferð um göngin stöðugt aukist á síðustu árum og mun hraðar en áætlanir gerðu ráð fyrir. Þetta segir Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spalar, í samtali við Morgunblaðið.

Hann segir ný göng nauðsynleg til þess að auka öryggi. „Sá tími er kominn að menn verða að fara að stíga fyrstu skrefin að þeirri framkvæmd,“ segir Gísli.

Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir að unnið sé að endurskoðun langtímaáætlunar Vegagerðarinnar fyrir tímabilið 2015-2026. „Við höfum unnið í henni og hún verður vonandi lögð fyrir þingið í haust. Þar gerum við ráð fyrir þessu verkefni,“ segir Hreinn og bætir við að þó sé enn ekki frágengið hvernig verkefnið verði fjármagnað. „Annaðhvort verður gjaldtaka eða ríkið tekur við og tvöfaldar það sem eftir er. Sú umræða er eftir en verkefnið er á listanum,“ segir Hreinn í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert