Ágreiningur um lyfjalög

Félag kvensjúkdómalækna mælir gegn því að ljósmæður fái heimild í nýjum lyfjalögum til að ávísa hormónagetnaðarvörnum eins og Embætti landlæknis hefur mælt með.

Forsaga málsins er sú að ljósmæður hafa farið fram á það við landlækni að fá heimild til að ávísa hormónagetnaðarvörnum eins og pillunni. Embætti landlæknis hefur í umsögn um ný lyfjalög mælt með að ljósmæður sem lokið hafa sérstöku námskeiði fái slíka heimild og telur töluvert hagræði getað orðið við slíka breytingu.

Í umsögn sinni um lögin mælir stjórn félags kvensjúkdómalækna eindregið gegn því að ljósmæður fái heimild til að ávísa hormónagetnaðarvörnum og nefna í Morgunblaðinu í dag þrenn rök því til stuðnings.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert