Fyrrverandi flugstjóra Icelandair dæmdar 70 milljóna kr. bætur

Icelandair var gert að greiða dánarbúi fyrrverandi flugstjóra félagsins tæplega ...
Icelandair var gert að greiða dánarbúi fyrrverandi flugstjóra félagsins tæplega 70 milljónir króna. mbl/ Júlíus Sigurjónsson

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Icelandair til þess að greiða dánarbúi fyrrverandi flugstjóra flugfélagsins tæplega 70 milljónir króna auk dráttarvaxta og málskostnaðar. Dómurinn féll sl. fimmtudag.

Flugstjóranum var fyrirvaralaust sagt upp störfum hjá flugfélaginu eftir að hafa látið illa í flugi á heimleið til Íslands frá Danmörku eftir fraktverkefni á vegum Icelandair árið 2010. Hann var 59 ára þegar honum var sagt upp og hafði hann þá starfað hjá Icelandair í 26 ár, þar af helming starfstímans sem flugstjóri.

Málið var rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
Málið var rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. mbl.is

Ástæða uppsagnarinnar var, líkt og segir að framan, ósæmileg hegðun í flugi á heimleið úr fraktverkefni. Icelandair bar fyrir sig að hann hefði beitt flugfreyju ítrekað kynferðislegri áreitni, verið ölvaður og sýnt vélvirkja og flugstjóra vélarinnar dónaskap.

Sagði Icelandair hegðun mannsins, og einkum ölvunarástand hans, hafa falið í sér mjög alvarlegt brot á starfsskyldum hans og gæfi heimild til brottreksturs. Flugstjórinn lést 7. mars sl. og tók þá dánarbú mannsins við málarekstrinum.

Hæstiréttur viðurkenndi rétt mannsins árið 2014

Flugstjórinn höfðaði mál á hendur Icelandair vegna uppsagnarinnar og sagði hana ólögmæta. Hann vann málið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2013 og staðfesti Hæstiréttur dóminn árið 2014. Í dómi Hæstaréttar var því slegið föstu að sérstakar reglur um flugstjóra hafi ekki gilt í heimferðinni og hann hafi engar skyldur borið í fluginu.

Frétt mbl.is: Réttlætti ekki fyrirvaralausa uppsögn

Var það ekki sannað að flugstjórinn hefði neytt áfengis í óhófi þannig að það hefði farið í bága við reglur Icelandair en aðilar málsins voru sammála um að maðurinn hefði drukkið tvö glös af bjór á Kastrupflugvelli áður en hann hélt þaðan. Dómurinn taldi sýnt að hann hefði sýnt af sér óviðeigandi hegðun gagnvart flugfreyjunni með því að taka í kjól hennar og reynt að kyssa hana en ekki þótti sannað að um hefði verið að ræða kynferðislega áreitni.

Þar sem Icelandair hafði ekki áður veitt manninum áminningu vegna óviðeigandi hegðunar var hegðun mannsins ekki talin þess eðlis að hún réttlætti fyrirvaralausa uppsögn úr starfi, þó svo að hegðun hefði verið með þeim hætti að hún sæmdi ekki stöðu hans hjá félaginu. Féllst Hæstiréttur því á viðurkenningarkröfu mannsins.

Flugstjórinn fékk tímabundna sykursýki

Flugstjórinn veiktist eftir uppsögnina en hann fékk járnofhleðslu sem olli honum tímabundinni sykursýki með háum blóðsykri. Í kjarasamningi Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Icelandair, sem flugstjórinn heyrði undir, kveður á um að greiða skuli flugmönnum laun í allt að 13 mánuði vegna veikinda.

Sérfræðingur í innkirtla- og efnaskiptasjúkdómum ritaði læknisvottorð vegna veikinda flugstjórans og féllst Héraðsdómur Reykjavíkur á kröfu dánarbúsins um skaðabætur er jafngilda fullum launum vegna veikinda í 13 mánuði.

Þá gerði dánarbúið kröfu um skaðabætur sem námu óskertri tryggingarfjárhæð samkvæmt skírteinistryggingu flugmanna sem tekur til atvinnumissis flugmanna vegna aldurshrörnunar en samkvæmt skírteininu skal greiða óskerta tryggingarfjárhæð að 60 ára aldri vegna missis skírteinisins.

Var Icelandair samtals gert að greiða dánarbúinu 68.873.060 krónur, ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu frá 29. september 2014 til greiðsludags, auk málskostnaðar dánarbúsins að fjárhæð tvær milljónir króna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Þeir höfðu keypt gallað hús“

Í gær, 22:01 „Lífeyrissjóðirnir selja húsið ódýrara en samningurinn kveður á um og afsala sér rétti til þeirra tekna sem þeim voru áskyldar í leigusamningi,“ segir Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, um kaup félagsins á húseignunum á Bæjarhálsi 1. Meira »

Vegum lokað vegna veðurs

Í gær, 21:59 Norðanstormur og hríð er víða á Norðurlandi og af þeim sökum er búið að loka veginum um Ólafsfjarðarmúla. Áður hafði Siglufjarðarvegi verið lokað síðdegis en snjóflóð féll á veginn. Meira »

Breið stjórn og uppbygging – kunnuglegt?

Í gær, 21:21 Fari svo að ríkisstjórn VG, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins verði að veruleika eins og virðist stefna í verður um sögulegan atburð að ræða enda hafa Sjálfstæðisflokkurinn og flokkurinn lengst til vinstri á Alþingi ekki starfað saman í ríkisstjórn síðan í nýsköpunarstjórninni svonefndri. Meira »

Skólpið í rétta átt á tveimur hótelum

Í gær, 20:46 Í lok nóvember verður lokið við að reisa nýtt viðbótarhreinsivirki fyrir skólp á Foss-hótelinu Vatnajökli á Lindarbakka við Höfn. Í september gerði Heil­brigðis­eft­ir­lit Aust­ur­lands at­huga­semd­ir við lé­lega skólp­hreins­un hótelsins og veitti frest til úrbóta til 20. nóvember, í dag. Meira »

Kynnir háskólanemum landið

Í gær, 20:09 Herdís Friðriksdóttir, verkefnastjóri og eigandi ferðaskrifstofunnar Understand Iceland, fékk nýverið styrk til að kynna erlendum háskólanemum sjálfbærni og umhverfisvernd á Suðurlandi. Meira »

Glaðari konur og glaðari karlar

Í gær, 19:44 Kvenréttindafélag Íslands fagnar 110 ára afmæli sínu í ár. Í stað þess að efna til rjómatertusamsætis færði félagið öllum fyrsta árs framhaldsskólanemum á landinu bók að gjöf. Við ættum öll að vera femínistar eftir nígerísku skáldkonuna Chimamanda Ngozi Adichie kom út 27. september, á fæðingardegi Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, stofnanda félagsins. Meira »

Gjóskuflóð færu hratt niður hlíðar

Í gær, 19:11 „Eldur upp kom í Litla-Héraði og eyddi allt héraðið. Höfðu þar áður verið 70 bæir. Lifði engin kvik kind eftir utan ein öldruð kona, og kapall.“ Svo stendur ritað í Oddverjaannál, um þær hamfarir sem fylgdu eldgosinu í Hnappafellsjökli í júní árið 1362. Meira »

Sýknaður því hann mætti ekki

Í gær, 19:34 Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað mann og tvö fyrirtæki hans af meiri háttar brotum gegn skattalögum. Sýknudómurinn grundvallast af skorti á gögnum. Í honum kemur meðal annars fram að héraðssaksóknari gekk ekki á eftir því að maðurinn sem var ákærður myndi mæta við aðalmeðferð. Meira »

Kaupa rakaskemmdar höfuðstöðvar

Í gær, 18:46 Orkuveitan hefur keypt aftur höfuðstöðvar sínar á Bæjarhálsi 1 af fasteignafélaginu Fossi. Kaupverð er fimm og hálfur milljarður en um þriðjungur húsanna er stórskemmdur af raka. Meira »

Veður getur hamlað eftirliti

Í gær, 18:14 Slæm veðurspá getur sett strik í reikninginn þegar kemur að eftirliti með Öræfajökli næstu dagana. Tveir menn á vegum Veðurstofu Íslands héldu af stað austur að jökli um miðjan dag, með það fyrir augum að taka sýni úr ám sem renna undan jöklinum. Meira »

Keyrði inn í Hagkaup á Eiðistorgi

Í gær, 18:10 Óhapp varð nú síðdegis þegar eldri kona missti stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hún keyrði inn í verslun Hagkaupa á Seltjarnarnesi. Meira »

Telur hægt að útiloka sekt Thomasar

Í gær, 17:50 Munnlegur málflutningur fór í dag fram í máli Thomasar Møller Olsen gegn íslenska ríkinu, þar sem verjandi Thomasar fór fram á að dómkvaddur matsmaður, „hæfur og óvilhallur“, yrði fenginn til að leggja mat á hvar Birnu Brjánsdóttur var komið fyrir, með það fyrir augum að útiloka sekt hans. Meira »

Vilja ná 80% vefsíðna í loftið í dag

Í gær, 17:38 Um 60% af þeim vefsíðum sem eru í hýsingu hjá fyrirtækinu 1984, sem lenti í kerfishruni síðasta miðvikudag, eru komnar upp aftur. Mörður Ingólfsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir í samtali við mbl.is að gert sé ráð fyrir að ná upp allt að 80% síðnanna í dag. Meira »

Kvennaathvarfið hlaut viðurkenningu Barnaheilla

Í gær, 16:50 Kvennaathvarfið hlaut í dag viðurkenningu Barnaheilla – Save the Children á Íslandi árið 2017 fyrir að beina sjónum sínum í auknum mæli að þörfum og réttindum barna sem í athvarfinu búa hverju sinni. Meira »

Mikil svifryksmengun í höfuðborginni

Í gær, 16:18 Styrk­ur svifryks og köfnunarefnisdíoxíðs er hár við helstu um­ferðargöt­ur borg­ar­inn­ar sam­kvæmt mæl­ing­um við Grens­ás­veg og færanlegum mælistöðvum Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur við Eiríksgötu 2 og Hringbraut 26. Meira »

Áfram í varðhaldi grunaður um peningaþvætti

Í gær, 17:14 Hæstirétt­ur staðfesti í dag að níg­er­ísk­ur karl­maður skuli áfram sæta gæslu­v­arðhaldi vegna gruns um pen­ingaþvætti. Varnaraðili hafði kært úrskurð Héraðsdóms Reykjaness frá því fyrir helgi en þar segir að manninum sé gert að sæta gæsluvarðhaldi til 14. desember. Meira »

Siglufjarðarvegur lokaður vegna snjóflóðs

Í gær, 16:35 Siglufjarðarvegur er lokaður um óákveðinn tíma vegna snjóflóðs sem féll skammt vestan Strákaganga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Snjókoma er á Norðausturlandi og þungskýjað. Meira »

„Mjög alvarlegt brot“ á Grensásvegi 12

Í gær, 16:15 „Við höfum fengið viðbrögð en þau hafa verið algjörlega ófullnægjandi. Við gerum bara ráð fyrir því að þeir séu að vinna í sínum málum og vinna að úrbótum. Bannið nær ekki yfir að úrbætur séu gerðar á vinnustað,“ segir Björn Þór Rögnvaldsson, lögfræðingur hjá Vinnueftirlitinu. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

www.skutla.com sendibílar 867-1234
Rafknúin tröpputrilla fyrir ísskàpinn, þvottavélina, þurrkarann o.fl. Skutl, vör...
PÚSTKERFI Á HAGSTÆÐU VERÐI
Eigum fyrirlyggjandi PÚSTKERFI í flestar tegundir bifreiða. Einnig STÝRISLIÐI ...
Pennar
...
antik flott innskotsborð innlögp plata
er me falleg innskotsborð,innlögð rós í plötu í góðu standi.fæst á 45,000 kr sí...
 
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Aðalfundur Vör...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...