Fyrrverandi flugstjóra Icelandair dæmdar 70 milljóna kr. bætur

Icelandair var gert að greiða dánarbúi fyrrverandi flugstjóra félagsins tæplega ...
Icelandair var gert að greiða dánarbúi fyrrverandi flugstjóra félagsins tæplega 70 milljónir króna. mbl/ Júlíus Sigurjónsson

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Icelandair til þess að greiða dánarbúi fyrrverandi flugstjóra flugfélagsins tæplega 70 milljónir króna auk dráttarvaxta og málskostnaðar. Dómurinn féll sl. fimmtudag.

Flugstjóranum var fyrirvaralaust sagt upp störfum hjá flugfélaginu eftir að hafa látið illa í flugi á heimleið til Íslands frá Danmörku eftir fraktverkefni á vegum Icelandair árið 2010. Hann var 59 ára þegar honum var sagt upp og hafði hann þá starfað hjá Icelandair í 26 ár, þar af helming starfstímans sem flugstjóri.

Málið var rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
Málið var rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. mbl.is

Ástæða uppsagnarinnar var, líkt og segir að framan, ósæmileg hegðun í flugi á heimleið úr fraktverkefni. Icelandair bar fyrir sig að hann hefði beitt flugfreyju ítrekað kynferðislegri áreitni, verið ölvaður og sýnt vélvirkja og flugstjóra vélarinnar dónaskap.

Sagði Icelandair hegðun mannsins, og einkum ölvunarástand hans, hafa falið í sér mjög alvarlegt brot á starfsskyldum hans og gæfi heimild til brottreksturs. Flugstjórinn lést 7. mars sl. og tók þá dánarbú mannsins við málarekstrinum.

Hæstiréttur viðurkenndi rétt mannsins árið 2014

Flugstjórinn höfðaði mál á hendur Icelandair vegna uppsagnarinnar og sagði hana ólögmæta. Hann vann málið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2013 og staðfesti Hæstiréttur dóminn árið 2014. Í dómi Hæstaréttar var því slegið föstu að sérstakar reglur um flugstjóra hafi ekki gilt í heimferðinni og hann hafi engar skyldur borið í fluginu.

Frétt mbl.is: Réttlætti ekki fyrirvaralausa uppsögn

Var það ekki sannað að flugstjórinn hefði neytt áfengis í óhófi þannig að það hefði farið í bága við reglur Icelandair en aðilar málsins voru sammála um að maðurinn hefði drukkið tvö glös af bjór á Kastrupflugvelli áður en hann hélt þaðan. Dómurinn taldi sýnt að hann hefði sýnt af sér óviðeigandi hegðun gagnvart flugfreyjunni með því að taka í kjól hennar og reynt að kyssa hana en ekki þótti sannað að um hefði verið að ræða kynferðislega áreitni.

Þar sem Icelandair hafði ekki áður veitt manninum áminningu vegna óviðeigandi hegðunar var hegðun mannsins ekki talin þess eðlis að hún réttlætti fyrirvaralausa uppsögn úr starfi, þó svo að hegðun hefði verið með þeim hætti að hún sæmdi ekki stöðu hans hjá félaginu. Féllst Hæstiréttur því á viðurkenningarkröfu mannsins.

Flugstjórinn fékk tímabundna sykursýki

Flugstjórinn veiktist eftir uppsögnina en hann fékk járnofhleðslu sem olli honum tímabundinni sykursýki með háum blóðsykri. Í kjarasamningi Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Icelandair, sem flugstjórinn heyrði undir, kveður á um að greiða skuli flugmönnum laun í allt að 13 mánuði vegna veikinda.

Sérfræðingur í innkirtla- og efnaskiptasjúkdómum ritaði læknisvottorð vegna veikinda flugstjórans og féllst Héraðsdómur Reykjavíkur á kröfu dánarbúsins um skaðabætur er jafngilda fullum launum vegna veikinda í 13 mánuði.

Þá gerði dánarbúið kröfu um skaðabætur sem námu óskertri tryggingarfjárhæð samkvæmt skírteinistryggingu flugmanna sem tekur til atvinnumissis flugmanna vegna aldurshrörnunar en samkvæmt skírteininu skal greiða óskerta tryggingarfjárhæð að 60 ára aldri vegna missis skírteinisins.

Var Icelandair samtals gert að greiða dánarbúinu 68.873.060 krónur, ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu frá 29. september 2014 til greiðsludags, auk málskostnaðar dánarbúsins að fjárhæð tvær milljónir króna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Hótaði að taka þingið í gíslingu“

00:36 Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sakar Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, um að hafa beitt ógeðfelldum brögðum til að neyða aðra flokka til samkomulags um þinglok, og hótað að taka þingið í gíslingu féllust menn ekki á vilja hans. Meira »

Hellirigning á Suðurlandi

Í gær, 23:19 Spár gera ráð fyrir vaxandi suðaustanátt, 15-23 m/s í kvöld og rigningu, hvassast við suðurströndina. Gert er ráð fyrir 20 m/s í Vestmannaeyjum fyrri hluta nætur. Meira »

Hallbera situr í dómnefnd

Í gær, 22:33 Sendiráð Svíþjóðar hvetur ungt fólk til að velta jafnrétti fyrir sér en sænska ríkisstjórnin er sú fyrsta í heimi með feminíska utanríkismálastefnu. Þau efna því til leiks í tengslum við komu Zöru Larsson til landsins. Hallbera mun sitja í dómnefnd ásamt Ragnhildi Steinunni fjölmiðlakonu. Meira »

„Lengi getur vont versnað“

Í gær, 22:21 „Í grófum dráttum má segja að tvær leiðir hafi verið færar. Annars vegar að takmarka málafjöldann sem mest, og ljúka þinginu á 1-2 dögum. Hins vegar að setja þingfund og hefja vinnu við þessi helstu mál og bæta svo við stjórnarskrá og eftir atvikum öðru sem þingmenn vildu ræða.“ Meira »

„Fer ekkert á milli mála“

Í gær, 22:17 „Það fer ekkert á milli mála að það er eitthvað annað í pokanum en fiskur. Hins vegar kemur tundurduflið ekki í ljós fyrr en þetta er komið inn á dekk, þegar opnað er fyrir pokann.“ Þetta segir Ólafur H. Gunnarsson, skipstjóri á Ljósafelli. Sjá má myndband frá sprengingu duflsins í fréttinni. Meira »

„Galið“ að afgreiða málið í tímapressu

Í gær, 22:13 „Það var okkar mat að það væri alveg galið að ætla sér í tímapressu á allra síðustu dögum fyrir kosningar að setja inn ákvæði af þessu tagi,“ segir Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við mbl.is. Meira »

Alvarlegt bílslys fyrir austan

Í gær, 20:41 Ungur maður kastaðist út úr bifreið sinni í alvarlegu bílslysi á Austurlandi síðdegis í dag. Að sögn lögreglunnar á Egilsstöðum var ökumaðurinn meðvitundarlaus þegar lögreglu bar að garði og var fluttur með sjúkrabíl til Vopnafjarðar. Meira »

Þurfum að hætta að breyta nemendum

Í gær, 20:43 „Nemendur búa yfir ólíkri hæfni og áhugasvið þeirra eru misjöfn. Við þurfum að aðlaga skólakerfið að nemendum í stað þess að reyna stöðugt að breyta þeim.“ Þetta segir Edda Óskarsdóttir um skólakerfið en hún varði nýverið doktorsritgerð sína um nám án aðgreiningar. Meira »

Útrýma hættu af Hádegissteini

Í gær, 20:15 Ákveðið hefur verið vinna að því að útrýma þeirri hættu sem talið er að stafi af Hádegissteini í Hnífsdal. Þetta ákvað bæjarráð Ísafjarðarbæjar á fundi í morgun. Steinninn verður annað hvort sprengdur eða festur niður. Meira »

Sækir fisk í soðið í Djúpavík

Í gær, 20:12 „Þetta var allt til gamans gert og rétt til þess að fá fisk í soðið. Aflinn fer til heimilis og fjölskyldu og afganginn fá vinir og vandamenn,“ segir Ágúst Guðmundsson. Meira »

Innköllunarkerfinu ekki breytt

Í gær, 20:10 Ekki stendur til að breyta fyrirkomulagi innköllunarkerfis heilsugæslunnar þrátt fyrir að sóttvarnarlæknir segi kerfið ófullnægjandi og telji það eigan stóran þátt í þátttaka í bólusetningum barna við 12 mánaða og 4 ára aldur hafi dregist saman á milli ára. Meira »

Sjálfstæðismenn þeir einu sem voru á móti

Í gær, 20:05 Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, greinir frá því á Facebook-síðu sinni í kvöld að hún hafi lagt það til á fundi formanna flokka á Alþingi í dag að sameinast yrði um nýtt breytingaaákvæði við stjórnarskrá. Meira »

Kennir túlkun tarotspila

Í gær, 19:45 Spinna örlaganornirnar örlög okkar eða höfum við sjálf eitthvað um framtíð okkar að segja? Guðrún Tinna Thorlacius, markþjálfi og hómópati, er ekki svo viss um að Urður, Verðandi og Skuld sitji sveittar saman að spinna örlög manna, en hún segir að ástæða sé fyrir öllum okkar ákvörðunum. Hún hefur því einsett sér að kenna fólki að setja sér markmið og læra að þekkja þá braut sem það er á og leiðrétta ef þörf reynist. Ein leið er að hennar sögn að nýta sér aðstoð svokallaðra tarotspila. Meira »

Listræn ljósmóðir sem málar og skrifar

Í gær, 18:58 „Nei alls ekki, þetta er bara áhugamál,“ segir Inga María Hlíðar Thorsteinson hjúkrunarfræðingur spurð um myndlist sína en hún hefur málað og haldið myndlistarsýningu þrátt fyrir að hafa í nægu að snúast bæði í námi og starfi sem hjúkrunarfræðingur og nú verðandi ljósmóðir. Meira »

Greiða Guðmundi tvær og hálfa milljón

Í gær, 18:34 „Málinu er lokið með því að við greiðum 2,5 milljónir í málskostnað og miskabætur,“ segir Margrét Magnúsdóttir, skrifstofustjóri Ríkisútvarpsins í samtali við mbl.is. RÚV mun greiða Guðmundi Spartakusi tvær og hálfa milljón vegna ummæla í sjö fréttum í miðlum RÚV í fyrra. Meira »

Brottvísun geti valdið óafturkræfu tjóni

Í gær, 19:17 „Það er því alveg ljóst að öryggi og velferð fjölskyldunnar er hætta búin verði henni vísað frá Íslandi,“ segir Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður fimm manna fjölskyldu frá Gana. Kærunefnd útlendingamála staðfesti í dag ákvörðun Útlendingastofnunar um að fjölskyldan skuli yfirgefa landið. Meira »

Allir flokkar nema tveir náðu samkomulagi

Í gær, 18:39 Samkomulag liggur fyrir á milli allra flokka nema Samfylkingar og Pírata um lok þingstarfa á Alþingi. Þeir tveir flokkar setja sig hins vegar ekki upp á móti þeim málum sem verða sett á dagskrá á þingfundi sem boðaður verður á morgun. Meira »

Gæsluvarðhald vegna gruns um peningaþvætti

Í gær, 18:21 Hæstiréttur staðfesti í dag að nígerískur karlmaður skuli áfram sæta gæsluvarðhaldi vegna gruns um peningaþvætti. Varnaraðili hafði kært úrskurð héraðsdóms Reykjavíkur en þar segir að manninum sé gert að sæta gæsluvarðhaldi til 19. október. Meira »
Nissan Leaf útsala!
Nissan Leaf útsala! 2015 bílar, eknir milli 20 og 35 þús. Nokkrir litir. Allir m...
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...
Lausar íbúðir ...Eyjasól ehf.
Fallegar 2-3ja herb. íbúðir í Reykjavik lausir dagar í sept/ okt. Allt til alls...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...
L edda 6017092619 i
Félagsstarf
? EDDA 6017092619 I Mynd af auglýsin...
Rafræn kosning hofsprestakall
Tilkynningar
Auglýsing um prestskosningu í Hofspr...
Opinn fundur
Fundir - mannfagnaðir
Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfi...