Fleiri tölvupóstar frá Trump

Donald Trump.
Donald Trump. AFP

Hérlendum þingmönnum berast enn tölvupóstar frá framboði Donalds Trump í Bandaríkjunum þar sem óskað er eftir fjárframlögum í kosningasjóð hans.

Eins og mbl.is fjallaði um í gær fengu nokkrir þingmenn tölvupóst þess efnis, þar á meðal Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, og er viðbúið að hann hafi verið sendur á alla þá sem sæti eiga á Alþingi.

Frétt mbl.is: Póstur frá Trump: Hið undarlegasta mál

Tölvupósturinn sem barst í dag er hins vegar undirritaður af syni Trumps, Donald J. Trump yngri. Þar segir að tölvupóstur föður hans hafi skilað tilætluðum árangri í gær og skilað yfir tveimur milljónum dollara. Trump hafi lagt fram á móti sömu upphæð. Hins vegar sé ætlunin að halda söfnuninni áfram og er óskin um fjárstyrk ítrekuð.

Nýjasta tölvupóstinn má lesa á ensku í viðhengi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert