Gefur húðflúr fyrir „rétt“ atkvæði

Húðflúrstofan Skinnlist stendur fyrir leik fyrir stuðningsmenn Sturlu Jónssonar.
Húðflúrstofan Skinnlist stendur fyrir leik fyrir stuðningsmenn Sturlu Jónssonar. mbl.is/Ómar Óskarsson

Húðflúrstofan Skinnlist stendur nú fyrir leik á Facebook-síðu sinni, þar sem hver sá sem kýs Sturlu Jónsson í forsetakosningunum og tekur mynd því til sönnunar, getur unnið húðflúr að verðmæti allt að 100.000 krónum, gegn framvísun myndarinnar.

Samkvæmt lögum um framboð og kjör forseta Íslands varðar það sektum ef kjósandi sýnir með ásettu ráði hvernig hann kýs eða hvern hann hefur kosið og heiti maður fé eða fríðindum á mann til að hafa áhrif á hvort eða hvernig hann greiðir atkvæði.

Leikurinn eins og hann birtist upphaflega á Facebook-síðu Skinnlistar.
Leikurinn eins og hann birtist upphaflega á Facebook-síðu Skinnlistar.

Þegar blaðamaður mbl.is náði tali af Sverri Þór Einarssyni, eiganda Skinnlistar, sagðist hann ekki hafa haft vitneskju um að leikurinn færi gegn lögum. Ætlaði hann að halda leiknum áfram en umorða leikreglurnar, í samráði við lögfræðing. Hefur hann nú breytt leikreglum og þarf ekki að taka mynd því til sönnunar að Sturla hafi verið kosinn. Þá sé leikurinn einungis fyrir stuðningsmenn Sturlu og því sé ekki verið að hafa áhrif á það hvernig fólk kýs.

Í samtali við mbl.is sagðist Sturla Jónsson ekki kannast við leikinn og hafði ekki heyrt af honum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert