Kríurannsóknir að hefjast á ný

Dr. Freydís Vigfúsdóttir líffræðingur stundaði kríurannsóknir á árum áður og er snúin aftur heim eftir doktorsnám og vísindastörf í Bretlandi.

„Ég hyggst hefja kríurannsóknir að nýju. Við byrjum í smáum mæli en þetta mun vonandi stækka ef við fáum meðbyr og fjármagn til sjófuglarannsókna,“ sagði Freydís.

Hún er á leið í leiðangur til að rannsaka varp súlna og kría með hópi breskra háskólanema, að því er fram kemur í umfjöllun um rannsóknir þessar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert