Lögregla leitar Héðins

Héðinn Garðarsson.
Héðinn Garðarsson. Ljósmynd/ Lögreglan á Norðurlandi Eystra

Lög­regl­an á Norðurlandi eystra leit­ar að Héðni Garðarssyni, 43 ára. Héðinn fór frá heim­ili sínu á Akureyri um klukkan 9:00 í morg­un og hef­ur ekki sést til hans síðan.

Vitað er að Héðinn fór á bif­reiðinni TH-979, sem er rauð Suzuki Grand Vitara, ár­gerð 2000 með svartar felgur. Talið er að hann sé klæddur í gráar vinnubuxur, hvítan suttermabol og í svartri renndri hettupeysu.

Þeir sem geta veitt upplýsingar um ferðir Héðins eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við lögregluna til dæmis í gegnum einkaskilaboð á facebooksíðu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra eða í síma 444-2805.

Sjái fólk bifreiðina, kyrrstæða eða á ferð, skal hringja strax í 112.

Bifreiðin sem Héðinn var á.
Bifreiðin sem Héðinn var á. Ljósmynd/Lögreglan
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert